Námskeið
hjá Hugarfrelsi

Námskeið Hugarfrelsis kenna börnum, unglingum og fullorðnum einfaldar aðferðir að efla sjálfsmynd sína og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Í hverjum tíma eru gerðar einfaldar öndunaræfingar, jóga, slökun og hugleiðsla ásamt fræðslu og verkefnum til að efla einstaklinginn og sjálfsmynd hans.

Hugleiðslutæknin sem Hugarfrelsi notar eru hugleiðslusögur sem eru mjög myndrænar og henta vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að kynnast eigin huga.

„Ég hef notað aðferðir Hugarfrelsis bæði í kennslustundum, sem og heima fyrir. Árangurinn er stórkostlegur. Ein bestu meðmælin eru líklega þau að börnin biðja um hugleiðslu aftur og aftur“

– Harpa Hjartardóttir grunnskólakennari

Kennarar

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Menntun Hrafnhildar er margþætt en hún er með grunnskólakennarapróf frá KHÍ og með 8. stig í ljóða- og óperusöng frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig hefur hún lokið námi sem Stott Pilates, Hatha Yoga og Yoga Nidra kennari. Hrafnhildur hefur sótt nám í náttúrulækningum hjá Heilsumeistaraskólanum.

Hrafnhildur rak heilsuræktina Jafnvægi í Garðabæ í 10 ár og bauð jafnhliða upp á tónlistarnámskeiðið Með á nótunum sem ætlað var 1-5 ára börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki leikskóla. Auka bóka Hugarfrelsis er Hrafnhildur höfundur bókanna Með á nótunum, Með á nótunum 2 og Stafirnir. Hrafnhildur er gift 5 barna móðir.

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Unnur er menntaður viðskiptafræðingur frá HÍ. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem hún stóð fyrir ráðstefnum og hádegisverðarfundum um árabil. Hún starfaði sem deildarsérfræðingur í árangursstjórnun hjá Fjármálaráðuneytinu en það starf fólst m.a. í kennslu og fyrirlestrum. Einnig skipulagði hún og sá um framkvæmd nokkurra leiðtoganámskeiða fyrir konur í Kópavogi.

Unnur er að auki menntaður Yoga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institute. Hún sat í leikskólanefnd Kópavogsbæjar í 5 ár þar sem hún kom m.a. að stefnumótun leikskólamála í Kópavogi, hönnun leikskólahúsnæðis, og endurmenntun stjórnenda og starfsmanna leikskóla. Unnur er gift 3ja barna móðir.

Anna María Arnfinnsdóttir

Anna María Arnfinnsdóttir

Anna María Arnfinnsdóttir er menntaður grunnskólakennari og hefur unnið hjá Egilsstaðaskóla frá árinum 1994. Hún lauk diplómanámi í náms- og starfsráðgjöf árið 2004 og hefur starfað við það síðan. Anna María hefur farið á fjölmörg námskeið tengd heilbrigði og líðan barna og unglinga. Hún lauk diplómanámi í jákvæðri sálfræði vorið 2018. Anna María er gift fjögra barna móðir og amma.
Elfa Ýr Gylfadóttir

Elfa Ýr Gylfadóttir

Elfa Ýr er jógakennari að mennt og haldið námskeið og flutt erindi um andleg fræði á undanförnum árum. Elfa Ýr gegnir starfi framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hún hefur skrifað fjölda fræðilegra greina og haldið fyrirlestra um fjölmiðlamál bæði hér á landi og erlendis. Elfa Ýr er gift 2ja barna móðir.
Eva Rún Þorgeirsdóttir

Eva Rún Þorgeirsdóttir

Eva Rún Þorgeirsdóttir er barnabókarithöfundur, verkefnastýra og jógakennari. Eva Rún hefur kennt fjölbreyttum hópi fólks jóga síðan árið, en hefur lagt mesta áherslu á að kenna börnum jóga, hugleiðslu og slökun síðan árið 2010 – þar af í fimm vetur hjá Barnaskóla Hjallastefnunnar. Eva Rún lauk námi í skapandi verkefnastjórnun frá Kaospilot háskólanum í Árósum. Hún hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum á menningar- og listasviðinu og starfað við framleiðslu og skrif á fjölmiðlum landsins.
Hanna Kristín Knutsdóttir Toven

Hanna Kristín Knutsdóttir Toven

Hanna Kristín er menntaður leikskólakennari frá Noregi með áherslu á leiklista- og tónlistarfræði. Hanna Kristín hefur starfað sem leikskólakennari bæði í Noregi og á Íslandi og hefur hún haft umsjón með forvarnarstarfi gegn einelti í leikskóla. Hún hefur mikla reynslu af starfi með börnum og hefur m.a. starfaði sem hópstjóri í sumarbúðum fyrir börn í Noregi.
Helga Helgadóttir

Helga Helgadóttir

Helga er menntaður grunnskólakennari. Hún hefur unnið með börnum síðustu 20 árin bæði á leik- og grunnskólastigi, sem stuðningsfulltrúi, leiðbeinandi og umsjónarkennari. Síðustu 7 árin hefur hún aðallega sinnt umsjónarkennslu á yngsta stigi. Einnig hefur hún sótt fjölda námskeiða og fyrirlestra sem tengjast börnum og ungmennum. Helga er gift 3ja barna móðir og amma.
Katrín Harðardóttir

Katrín Harðardóttir

Katrín er menntaður íþróttafræðingur, ÍAK einkaþjálfari og jógakennari. Hún hefur starfað við íþróttakennslu í grunnskóla í 16 ár og kennir hún nú íþróttir við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Einnig er hún eigandi af STYRK HÓP- & EINKAÞJÁLFUN þar sem hún býður upp á vatnsleikfimi, kvennaleikfimi og jóga, ásamt einkaþjálfun. Katrín er gift 3ja barna móðir.
Lára Dóra

Lára Dóra

Lára Dóra er menntaður leikskólakennari með heimild til yngri barna kennslu í grunnskóla. Hún hefur starfað í leikskóla síðastliðin ár ásamt því að stunda nám í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún sótt námskeið sem tengjast heilbrigði og velferð barna. Lára Dóra er gift þriggja barna móðir.
Nanna Hlín Skúladóttir

Nanna Hlín Skúladóttir

Nanna Hlín er grunnskólakennari og jógakennari að mennt. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari á yngra stigi við Lindaskóla í Kópavogi í um tvo áratugi. Þar hefur hún m.a. tekið þátt í þróunarstarfi um útikennslu sem og lestrarkennslu. Nanna Hlín hefur í gegnum tíðina farið á fjölmörg námskeið tengd uppeldi og menntun, núvitund, jákvæðri sálfræði og hugleiðslu. Hún er gift þriggja barna móðir.
Rósa Mjöll Heimisdóttir

Rósa Mjöll Heimisdóttir

Rósa Mjöll er menntaður leik- og grunnskólakennari ásamt því að vera með diplómanám í sérkennslufræðum. Hún hefur starfað í leik- og grunnskólum á Akureyri síðan 1994. Einnig hefur hún sótt fjölda námskeiða og ráðstefna sem tengjast börnum og ungmennum. Rósa Mjöll er gift 4ra barna móðir.
Paola Cardenas

Paola Cardenas

Paola Cardenas sálfræðingur er með sérhæfða þjálfun í viðtalstækni (Forensic Interviewing) og í notkun áfallamiðaðrar hugrænnar atferlismeðferðar (TF CBT). Í dag starfar Paola sem sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi þar sem hún vinnur með börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra. Áður vann Paola hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem yfirsálfræðingur teymis sem sinnir börnum og unglingum. Hún hefur einnig starfað á barna og unglingageðdeild Landspítalans og hjá Rauða kross Íslands.

Hugarfrelsi ehf. | Kennitala: 500117-0870 | Bankanúmer: 318-26-1927