Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Hvað er
Hugarfrelsi?

Hugarfrelsi stendur fyrir ýmis konar fræðslu, námskeiðum og fyrirlestrum þar sem börnum, unglingum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan.

„Takk fyrir að hjálpa mér að finna gleði, að vera jákvæð og góð vinkona. Takk fyrir að hjálpa mér að slaka á.“

Námskeið
hjá Hugarfrelsi

Námskeið Hugarfrelsis byggja á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Námskeiðin miða að því að efla sjálfsmynd einstaklinga, jákvæðni, núvitund, einbeitingu, tilfinningagreind, draga úr kvíða og auka kyrrð og ró.

„Það kom mér mest á óvart hvað það er ótrúlega mikilvægt að þekkja styrkleika sína.“

Fyrirlestrar
og fræðsla

Hugarfrelsi býður upp á fræðslu fyrir starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsfólk fyrirtækja og stofnana um land allt. Auk þess heldur Hugarfrelsi fyrirlestra fyrir foreldrafélög um gagnlegar aðferðir sem nýtast í uppeldi barna.

Fræðslan byggir á bókum og öðru efni Hugarfrelsis sem fjalla um áhrifaríkar aðferðir til að auka vellíðan í leik og starfi.

Viltu fá okkur í heimsókn eða kynna þér betur fræðsluna okkar?

„Markmið mín eru nú skýrari en áður og ég finn sterkari löngun til að elta draumana mína.“

Stofnendur

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Menntun Hrafnhildar er margþætt en hún hefur lokið diplómanámi í sálgæslu frá EHÍ,  grunnskólakennaraprófi frá KHÍ og 8. stigi í ljóða- og óperusöng frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig hefur hún lokið námi sem markþjálfi, Stott Pilates, Hatha Yoga og Yoga Nidra kennari. Hrafnhildur hefur sótt nám í náttúrulækningum hjá Heilsumeistaraskólanum.

Hrafnhildur rak heilsuræktina Jafnvægi í Garðabæ í 10 ár og bauð jafnhliða upp á tónlistarnámskeiðið Með á nótunum sem ætlað var 1-5 ára börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki leikskóla. Auka bóka Hugarfrelsis er Hrafnhildur höfundur bókanna Með á nótunum, Með á nótunum 2 og Stafirnir. Hrafnhildur er gift 5 barna móðir.

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Unnur hefur lokið diplómanámi í sálgæslu frá EHI og viðskiptafræði frá HÍ. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem hún stóð fyrir ráðstefnum og hádegisverðarfundum um árabil. Hún starfaði sem deildarsérfræðingur í árangursstjórnun hjá Fjármálaráðuneytinu en það starf fólst m.a. í kennslu og fyrirlestrum. Einnig skipulagði hún og sá um framkvæmd nokkurra leiðtoganámskeiða fyrir konur í Kópavogi.

Unnur er að auki menntaður Yoga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institute. Hún sat í leikskólanefnd Kópavogsbæjar í 5 ár þar sem hún kom m.a. að stefnumótun leikskólamála í Kópavogi, hönnun leikskólahúsnæðis, og endurmenntun stjórnenda og starfsmanna leikskóla. Unnur er gift 3ja barna móðir.