Sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla fyrir 7-9 ára.
Á námskeiðinu læra krakkarnir aðferðir Hugarfrelsis sem miða allar að því að efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun með því að nota sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu. Foreldrar þátttakenda fá fræðslu í aðferðum Hugarfrelsis til að geta stutt hvern og einn meðan á námskeiðinu stendur.
Námskeiðið er 10 vikur og ætlað börnum í 2. – 4. bekk grunnskóla.
Á námskeiðinu verða krakkarnir betri í að:
- Læra á hugsanir sínar og tilfinningar
- Sjá styrkleika sína og efla þá
- Styrkja sjálfsmynd sína og greina neikvætt áreiti
- Elta drauma sína
- Vera góður vinur
- Draga úr kvíða og líða betur í eigin skinni
- Nota öndun, jóga, slökun og hugleiðslu
Í hverjum tíma er fræðsla og unnin verkefni sem tengjast henni. Að því loknu eru gerðar nokkrar jógaæfingar og síðan leidd öndun, slökun og hugleiðslusaga en þær efla einbeitingu og virkja ímyndunaraflið. Hugleiðslusögur henta afskaplega vel börnum og byrjendum.