Jákvæð sjálfsmynd, jákvæðni og trú á eigin getu eru eiginleikar sem vinna þarf með hjá börnum og því bjóðum við upp á námskeiðið Kátir krakkar víða um land.
Markmið námskeiðsins er að kenna börnum einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd sína og vellíðan. Þegar barni líður vel eru meiri líkur á betri árangri í félagslegum samskiptum, námi, tómstundum og lífinu almennt.
Á námskeiðinu læra krakkar meðal annars að:
- Velja jákvæðni umfram neikvæðni
- Efla sjálfsmynd sína og sjálfstraust
- Koma auga á styrkleika sína og nýta þá
- Hafa trú á eigin getu og hvetja sig áfram
- Velja að vera jákvæður leiðtogi
- Takast á við tilfinningar sínar sem stundum eru krefjandi
- Nota djúpa öndun daglega í allskonar aðstæðum
- Auka einbeitingu og ímyndunarafl sitt
- Gera jóga í gegnum leik
- Slaka á og hugleiða
Námskeiðið byggir á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar sem kennd er í gegnum skemmtilega leiki, fjölbreyttar sjálfsstyrkingaræfingar, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu.
Foreldrar fá aðgang að lokuðu foreldrasvæði með hagnýtum uppeldisráðum.
Öflugt námskeið fyrir krakka sem vilja efla sjálfsmynd sína og trú á eigin getu.
Námskeiðið er 10 vikur og ætlað börnum í 2.-4. bekk grunnskóla.