Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Kvíða og sjálfstyrkingar­námskeið (13–16 ára)

Kvíða- og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára
64.500 kr.

Námskeiðið kennir unglingum einfaldar og öflugar aðferðir til að takast á við kvíða og áreiti þannig að þeir geti verið besta útgáfan af sér, með sterka sjálfsmynd, lífsglaðir og hamingjusamir. Námskeiðið er byggt á hugrænni atferlismeðferð og aðferðum Hugarfrelsis en þær eru sjálfsstyrking, öndun, slökun og hugleiðsla.  Foreldrar þátttakenda fá fræðslu til að geta stutt hvern og einn meðan á námskeiðinu stendur. Í foreldrafræðslunni verður farið yfir einkenni kvíða, birtingarmynd hans og hvað viðheldur honum hjá unglingum ásamt einföldum aðferðum til að draga úr kvíða og auka vellíðan.

Námskeiðið er 10 vikur og ætlað nemendum í 8. – 10. bekk grunnskóla.

Á námskeiðinu er þátttakendum kennt að:

  • Þekkja einkenni/ástæður kvíða og leiðir til að draga úr honum
  • Þekkja betur huga sinn og algengar hugsanaskekkjur
  • Efla jákvæða hugsun
  • Þekkja styrkleika sína og styrkja sjálfsmyndina
  • Bæta einbeitinguna og eiga betri samskipti
  • Nota öndun, slökun og hugleiðslu

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Paolu Cardenas, sálfræðing og fjölskylduþerapista hjá Barnahúsi. Paola hefur m.a. starfað á barna- og unglingageðdeild Landsspítalans og sem yfirsálfræðingur barna- og unglingateymis hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þátttakendur fylla út sjálfsmatskvarða í byrjun og lok námskeiðs. Sjálfsmatskvarðanum er ætlað að skoða ýmsa þætti sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga á aldrinum 7-18 ára.

Öflugt námskeið fyrir unglinga sem vilJa draga úr kvíða og efla sjálfsmynd sína.

Bókin Veldu er innifalin í verði.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum í gegnum kerfi Nóra. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum.

Næstu námskeið

Kópavogur

Hefst: 21. september 2021

Kl.18:00-19:30 (þriðjud.)

Staðsetning:
Víkurhvarfi 1, 2. hæð, salur: Demi 1

Kennarar:
Unnur

Kennarar námskeiðs