Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Kvíða og sjálfstyrkingar­námskeið (13–16 ára)

Námskeið fyrir unglinga í 8.-10. bekk
64.500 kr.

Um námskeiðið

Árangursríkt námskeið fyrir unglinga sem vilja læra einfaldar og öflugar aðferðir til að efla sjálfsmynd sína og læra að takast á við krefjandi tilfinningar m.a. kvíða.

Unglingar átta sig oft ekki á:

 • Styrkleikum sínum og mikilvægi þeirra
 • Hversu erfitt getur verið að standa undir eigin kröfum
 • Að þeir geti valið viðhorf sín til allra verkefna á hverjum degi
 • Að ónægur svefn og snjalltækjanotkun getur ýtt undir vanlíðan og kvíða

Á námskeiðinu er lögð áhersla á:

 • Hugann, hugsanaskekkjur, val á viðhorfi
 • Snjalltækjanotkun – áhrif, afleiðingar og úrræði
 • Svefn og svefnvenjur – ráð til að bæta svefn og gæði hans
 • Sjálfsmat, styrkleika og trú á eigin getu
 • Að þekkja einkenni og birtingarmynd kvíða
 • Gagnleg úrræði og aðferðir til að draga úr kvíða og öðrum krefjandi tilfinningum
 • Markmiðasetningu til að vaxa sem einstaklingur og sigrast á hindrunum
 • Mikilvægi vináttu og jákvæðra samskipta
 • Djúpa öndun til að draga úr kvíða og öðrum krefjandi tilfinningum 
 • Slökun og hugleiðslu til að auka núvitund, einbeitingu og hugarró

Þátttakendur fylla út sjálfsmatskvarða í byrjun og lok námskeiðs. Sjálfsmatskvarðanum er ætlað að skoða ýmsa þætti sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga á aldrinum 7-18 ára. Niðurstöðurnar sýna að námskeiðið hefur jákvæð áhrif á vellíðan þátttakenda, eykur sjálfsmat og dregur úr kvíða.

Í upphafi námskeiðs fá foreldrar þátttakenda fræðslu til að geta stutt við barnið sitt meðan á námskeiðinu stendur. 

Námskeiðið er 10 vikur og ætlað nemendum í 8.–10. bekk grunnskóla.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er bókin Veldu og önnur námskeiðsgögn.

Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Dr. Paolu Cardenas, sálfræðing og fjölskyldufræðing.

Öflugt námskeið fyrir unglinga sem vilja efla sjálfsmynd sína og trú á eigin getu.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum fyrir námskeið á Íslandi í gegnum kerfi Sportabler. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur klárað skráningu. Fyrir námskeið haldin utan Íslands er skráning kláruð í gegnum vefverslun og mun skráningarhnappur færa þig á valið námskeið.

Næstu námskeið

Reykjavík

Hefst: 17. september 2024

Kl: 17:00-18:30

Námskeiðið er á þriðjudögum frá
17. sept. til 19. nóv.

Staðsetning:
Fjölskylduland, Dugguvogi 4, Reykjavík

Kennarar:
Unnur Arna Jónsdóttir

Kennarar námskeiðs