Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Hugarfrelsi fyrir náms- og starfsráðgjafa

Námskeið fyrir þá sem starfa með börnum og unglingum á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri
25.500 kr.

Um námskeiðið

Sérsniðið námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa þar sem lögð er áhersla á aðferðir til að:

  • Ýta undir tilfinningagreind
  • Þjálfa upp styrkleika
  • Efla sjálfsmynd
  • Velja jákvæðni fremur en neikvæðni
  • Draga úr streitu og kvíða
  • Auka vináttufærni

Kennt er í gegnum leiki og fjölbreyttar æfingar sem henta hverju aldursstigi fyrir sig, hvort heldur í einstaklingsráðgjöf eða hópakennslu.

Líney Björg Sigurðardóttir náms- og starfsráðgjafi deilir því hvernig hún hefur nýtt efni Hugarfrelsis í sínu starfi og ávinning af því.

Námskeiðið samanstendur af tveimur skiptum. Á milli tímanna prófa þátttakendur aðferðirnar í sínum hópi. Á seinni degi námskeiðsinss fá þeir endurgjöf og handleiðslu.

Mikilvægt er að allir þeir sem vinna með börnum, unglingum og ungu fólki kunni einfaldar aðferðir til að hjálpa þeim að takast á við vanlíðan, samanburð, fullkomnunaráráttu og kvíða svo þau eigi auðveldara með að vera besta útgáfan af sér.

Námskeiðið Hugarfrelsi fyrir náms- og starfsráðgjafa færir þeim sem starfa með nemendum aukin verkfæri til að draga úr kvíða og streitu nemenda en ekki síður verkfæri til að efla sjálfstraust þeirra, jákvæðni og vellíðan.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu: Spjöld og önnur námskeiðsgögn.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum fyrir námskeið á Íslandi í gegnum kerfi Sportabler. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur klárað skráningu. Fyrir námskeið haldin utan Íslands er skráning kláruð í gegnum vefverslun og mun skráningarhnappur færa þig á valið námskeið.

Næstu námskeið

Reykjavík

Hefst:

Auglýst síðar

Staðsetning:

Kennarar:
Hrafnhildur, Unnur og Líney