Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Foreldra­námskeið

Námskeið fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að nýta í uppeldinu.
17.900 kr.

Um námskeiðið

Hnitmiðað námskeið fyrir alla þá sem vilja læra einfaldar aðferðir til að nýta í uppeldinu. Aðferðirnar efla sjálfsmynd og tilfinningagreind barnsins með auknum orðaforða, skilningi og úrræðum.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

Hvernig hægt er að leiðbeina börnum að velja jákvæðni umfram neikvæðni
Hvernig foreldrar geta hjálpað börnum að efla sjálfsmynd sína og styrkleika
Úrræði sem efla tilfinningagreind og gagnast m.a. við kvíða
Núvitundar-, öndunar-, slökunar– og hugleiðsluæfingar sem auka vellíðan, efla
einbeitingu og hugarró
Einfaldar leiðir til að hjálpa barni þínu að sofna

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er vinnuhefti með æfingum sem nýtast í uppeldinu.

Námskeiðið færir þér aukin verkfæri til að nýta í uppeldinu!

Hrafnhildur og Unnur eigendur Hugarfrelsis eru kennarar námskeiðsins.
Þær hafa haldið fjölbreytt námskeið og fyrirlestra þar sem kennt er að
nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan.

Einnig hafa þær gefið út bækur og annað gagnlegt efni til að nota í
uppeldi barna og unglinga.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum í gegnum kerfi Sportabler. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur klárað skráningu.

Næstu námskeið

Kópavogur

Hefst: 29. september 2022

Kl.20:00–22:00

Tvö skipti, 29. sept. og 6. okt. 2022

Staðsetning:

Kennarar:
Hrafnhildur og Unnur