Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Kátir krakkar – helgarnámskeið

Helgarnámskeið fyrir börn í 2. - 7. bekk. Áhersla á aðferðir til að efla sjálfsmyndina í gegnum leik, gleði og núvitund.
17.900 kr.

Um námskeiðið

Lögð er áhersla á sjálfsmynd, styrkleika, tilfinningagreind, öndun, slökun og hugleiðslu sem kennd er í gegnum skemmtilega leiki og fjölbreyttar æfingar sem henta hverju aldursstigi fyrir sig. Markmið námskeiðsins er að kenna börnum einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd sína og vellíðan.

Á námskeiðinu læra börnin meðal annars:

  • Að velja jákvæðni umfram neikvæðni
  • Að koma auga á styrkleika sína og nýta þá
  • Að efla tilfinningagreind sína
  • Að nota djúpa öndun daglega í allskonar aðstæðum
  • Að auka einbeitingu og ímyndunarafl sitt
  • slaka á og hugleiða

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er vinnuhefti með æfingum og hagnýtum ráðum.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum í gegnum kerfi Sportabler. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur klárað skráningu.

Næstu námskeið

Kópavogur

Hefst: 2. apríl 2022

Laugardaginn 2. apríl og sunnudaginn 3. apríl kl.10:00-12:00

Staðsetning:
Heillandi Hugur, Hlíðarsmára 14 í Kópavogi

Kennarar:
Hrafnhildur og Unnur