Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Hugarfrelsi fyrir fagfólk

Viltu auka einbeitingu, draga úr kvíða og efla sjálfsmynd nemenda/skjólstæðinga þinna?
52.500 kr.

Um námskeiðið

Sérsniðið námskeið fyrir fagfólk, svo sem kennara, náms- og starfsráðgjafa, umönnunaraðila, starfsfólk frístundaheimila/félagsmiðstöðva, íþróttaþjálfara, félagsfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, alla þá sem starfa með börnum á öllum aldri, til að efla nemendur/skjólstæðinga sína. Námskeiðið er byggt á bókunum Vellíðan barna og Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar.

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir Hugarfrelsis; sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla. Farið er yfir hvernig nota má þessar aðferðir með nemendum í hefðbundinni kennslu eða einstaklingsráðgjöf. Aðferðirnar eru kenndar í gegnum leiki og fjölbreyttar æfingar sem henta hverju aldursstigi fyrir sig.

Aðferðirnar miða að því að efla einbeitingu, styrkleika, sjálfsmynd, draga úr kvíða og auka kyrrð og ró nemenda/skjólstæðinga.

Uppbygging námskeiðsins

Námskeiðið er kennt í þremur hlutum. Á milli tímanna prófa þátttakendur aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir.

Hluti I

Á fyrsta hluta námskeiðins er lögð áhersla á öndun, jóga, slökun og hugleiðslu. Farið er yfir ávinning aðferðanna og hvenær/hvernig er best að nota þær með skjólstæðingum til að auka einbeitingu, kyrrð og vellíðan. Kenndar eru öndunar-, jóga- og slökunaræfingar sem og hugleiðslusögur til að nota með börnum.

Hluti II

Á öðrum hluta námskeiðsins er lögð áhersla á hvernig efla má tilfinningagreind barna með ýmsum leiðum s.s. með æfingum, leikjum, tilfinningaspil og tilfinningaspjöldum. Fjallað er um kvíða, einkenni hans og hvaða úrræði eru gagnleg til að draga úr honum til að auka vellíðan. Einnig er farið yfir hvernig efla má vináttu og leiðtogafærni barna til að bæta samskipti.

Hluti III

Á þriðja hluta námskeiðsins er lögð áhersla á hugarfar, val á viðhorfi og hvernig efla má jákvæða hugsun. Einnig er lögð áhersla á styrkleikaþjálfun til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd barna. Farið er yfir hvernig nýta má styrkleikaspjöld, leiki og æfingar til að efla jákvæðni og trú á eigin getu.

Mikilvægt er að allir þeir sem vinna með börnum, unglingum og ungu fólki kunni einfaldar aðferðir til að hjálpa þeim að takast á við áreitið sem fylgir snjalltækjum, hraðann í samfélaginu, vanlíðan, samanburð, fullkomnunaráráttu og kvíða svo þau eigi auðveldara með að vera besta útgáfan af sér.

Námskeiðið Hugarfrelsi fyrir fagfólk færir þeim sem starfa með börnum aukin verkfæri til að draga úr kvíða og streitu nemenda en ekki síður verkfæri til að efla sjálfstraust þeirra, jákvæðni og vellíðan.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru bækurnar Vellíðan barna og Kennsluleiðbeiningar Hugarfrelsis sem og Tilfinningaspjöld og Styrkleikaspjöld.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum í gegnum kerfi Sportabler. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur klárað skráningu.

Næstu námskeið

Reykjavík

Hefst: 27. febrúar 2023

Mánudagana 27. feb, 17. apríl og 11. sept. 2023
Kl.15:00-18:00

Staðsetning:
Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Stakkahlíð Hamar, stofa H202, 2. hæð.

Kennarar:
Hrafnhildur og Unnur