Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Hugarfrelsi fyrir fagfólk

Viltu auka einbeitingu, draga úr kvíða og efla sjálfsmynd nemenda/skjólstæðinga þinna?
46.500 kr.

Sérsniðið námskeið fyrir fagfólk, kennara, náms- og starfsráðgjafa, umönnunaraðila, starfsfólk frístundaheimila o.fl. til að efla nemendur/skjólstæðinga sína. Námskeiðið er byggt á bókunum Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga og Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar.

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir Hugarfrelsis; sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla. Farið er yfir hvernig nota má þessar aðferðir með nemendum í hefðbundinni kennslu eða einstaklingsráðgjöf.
Aðferðirnar miða að því að efla einbeitingu, styrkleika, sjálfsmynd, draga úr kvíða og auka kyrrð og ró nemenda/skjólstæðinga.

Námskeiðið samanstendur af 2 eða 3 skiptum (mismunandi eftir landshlutum). Á milli tímanna prófa þátttakendur aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir.

Mikilvægt er að allir þeir sem vinna með börnum, unglingum og ungu fólki kunni einfaldar aðferðir til að hjálpa þeim að takast á við áreitið sem fylgir snjalltækjum, hraðann í samfélaginu, vanlíðan, samanburð, fullkomnunaráráttu og kvíða svo þau eigi auðveldara með að vera besta útgáfan af sér.

Tilvalið námskeið fyrir alla þá sem vilja efla sig í starfi og skjólstæðinga sína.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru bækur, spjöld og önnur námskeiðsgögn.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum í gegnum kerfi Nóra. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum.

Næstu námskeið

Akureyri

Hefst: 9. nóvember 2020

Mánudagana 9. nóvember og 8. febrúar
Kl. 14:30-19:30

Staðsetning:
Nánar auglýst síðar

Kennarar:
Hrafnhildur og Unnur

Reykjavík

Hefst: 13. september 2021

Mánudagana 13.sept., 15.nóv og 17.jan
Kl. 15:00 – 18:00

Staðsetning:
ÍSÍ húsið Engjavegi 6

Kennarar:
Hrafnhildur og Unnur