Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Unnur hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu og viðskiptafræði frá HÍ. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem hún stóð fyrir ráðstefnum og hádegisverðarfundum um árabil. Hún starfaði sem deildarsérfræðingur í árangursstjórnun hjá Fjármálaráðuneytinu en það starf fólst m.a. í kennslu og fyrirlestrum. Einnig skipulagði hún og sá um framkvæmd nokkurra leiðtoganámskeiða fyrir konur í Kópavogi.

Unnur er að auki menntaður Yoga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institute. Hún sat í leikskólanefnd Kópavogsbæjar í 5 ár þar sem hún kom m.a. að stefnumótun leikskólamála í Kópavogi, hönnun leikskólahúsnæðis, og endurmenntun stjórnenda og starfsmanna leikskóla. Unnur er gift 3ja barna móðir.

Námskeið í kennslu