Hugleiðslur

Hér getur þú nálgast lesnar slökunaræfingar og hugleiðslur Hugarfrelsis fyrir börn og fullorðna. Hugleiðslurnar, sem eru í söguformi, leiða þig inn í ævintýraheim. Hugleiðslusögurnar eru mjög myndrænar og auðvelt er að fylgja þeim eftir og upplifa dásemdir þeirra.

Allar hugleiðslurnar eru stafrænar hljóðskrár á mp3 formi sem þú getur spilað með hvaða spilara sem er í hvaða stafræna tæki sem er. Um leið og greiðsla er staðfest færðu senda kvittun með hlekk á skrá sem þú getur hlaðið niður. Ekki er mælt með því að reyna að spila skrá beint í gegnum vafrann þar sem ekki er hægt að ábyrgjast truflanalausa spilun yfir netið. Athugið að hlekkir á niðurhal eru aðeins virkir í 3 daga frá kaupum og þarf því að vera búið að hlaða skránni niður á eigin tæki innan þess tíma. Þegar búið er að hlaða skránni niður er þér frjálst að afrita hana á öll tæki í þinni eigu.

Tónlist

Hér getur þú nálgast diska með slökunartónlist sem Hugarfrelsi hefur unnið með tónlistamönnum á borð við Friðrik Karlsson. Njóttu þess að leyfa þessum ljúfu tónum að leiða þig inn í dásemdir kyrrðarinnar sem býr innra með þér.

Tónlistin er í mp3 formi sem þú getur spilað með hvaða spilara sem er í hvaða stafræna tæki sem er. Um leið og greiðsla er staðfest færðu senda kvittun með hlekk á þjappaðri skrá sem þú getur hlaðið niður og inniheldur öll lög á disknum. Athugið að hlekkir á niðurhal eru aðeins virkir í 3 daga frá kaupum og þarf því að vera búið að hlaða skránni niður á eigin tæki innan þess tíma. Þegar búið er að hlaða skránni niður er þér frjálst að afrita hana á öll tæki í þinni eigu.

„Ég hef notað bækurnar frá Hugarfrelsi í kennslu með frábærum árangri sl. ár. Þær eru gott verkfæri til þess að hjálpa nemendum að öðlast frið og ró í amstri skóladagsins.  Það er gaman að sjá hvað nemendur hafa náð að tileinka sér efnið og eru virkir í þátttöku og umræðum. Ég mæli eindregið með því að nota Hugarfrelsi bæði með börnum og fullorðnum. Hugarfrelsi er góð leið til þess að tileinka sér hugarró og innri frið.“ – Ásta Kristjánsdóttir grunnskólakennari

Aðrar vörur frá Hugarfrelsi

Vörur Hugarfrelsis hjálpa bæði börnum og fullorðnum að komast í rétt hugarástand til að slaka á, velja jákvæða hugsun og njóta innri kyrrðar.

Vörur Hugarfrelsis fást nú á Heimkaup.is, í öllum helstu bókabúðum, Hagkaupum og versluninni Betra Líf.

Siggi og Sigrún hugleiða

Sölustaðir: Heimkaup.is. Einnig fæst hún í öllum helstu bókaverslunum og Hagkaup.
Siggi og Sigrún hugleiða er ætluð leikskólabörnum en með hjálp Sigga og Sigrúnar geta börn lært að hugleiða með því að hlusta á skemmtilegar hugleiðslusögur. Hugleiðslusögurnar eru myndrænar og hjálpa börnum að efla ímyndunaraflið, sköpunargáfu og einbeitingu. Bókin er upplögð fyrir foreldra og aðra þá sem annast uppeldi barna og vilja hjálpa þeim að ná tökum á hugleiðslu, öðlast hugarró og læra að njóta augnabliksins.

Siggi og Sigrún slaka á

Sölustaðir: Heimkaup.is. Einnig fæst hún í öllum helstu bókaverslunum og Hagkaup.
Siggi og Sigrún slaka á er ætluð leikskólabörnum en með hjálp Sigga og Sigrúnar geta börn lært að slaka vel á líkamanum og róa hugann á einfaldan hátt. Myndirnar og textinn í bókinni auðvelda börnum að komast í rétt hugarástand til að slaka á sem er gott veganesti fyrir framtíðina. Bókin er upplögð fyrir foreldra og aðra þá sem annast uppeldi barna og vilja hjálpa börnum að ná tökum á slökun og öðlast hugarró.

Hugarfrelsi – kennsluleiðbeiningar

Sölustaðir: Heimkaup.is. Einnig fæst hún í öllum helstu bókaverslunum og Hagkaup.
Þessar kennsluleiðbeiningar eru ætlaðar til að vinna með nemendum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þær byggja á bókinni ,,Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga”. Í bókinni er farið yfir einfaldar aðferðir í sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu en aðferðirnar miða allar að því að efla einbeitingu barna og ungmenna, bæta sjálfsmynd, auka félagslega færni og draga úr kvíða. Með kennsluleiðbeiningunum fá kennarar fleiri tól og tæki í hendurnar til að hjálpa börnum og ungmennum að takast á við öll þau krefjandi verkefni sem upp koma.

Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga

Sölustaðir: Heimkaup.is. Einnig fæst hún í öllum helstu bókaverslunum og Hagkaup.
Bókin Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga er handbók fyrir uppalendur til að hjálpa börnum og unglingum að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í bókinni er lögð áhersla á góða og djúpa öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu en allt eru þetta aðferðir sem hafa reynst börnum og unglingum vel. Með aðferðunum verður einbeiting þeirra meiri, vellíðan eykst, jákvæð hugsun verður oftar fyrir valinu og sjálfsmyndin eflist. Í hverjum kafla bókarinnar er fróðleikur fyrir uppalendur, verkefni fyrir börn og unglinga og hugleiðslusögur sem leiða inn í ævintýraheim þar sem ímyndunaraflið er virkjað.

Hugarfrelsi – heilræði

Sölustaðir: Heimkaup.is, Betra líf (Kringlunni 3.hæð)
Hugarfrelsis – heilræðin eru 52 falleg spjöld með visku á fyrir þig og þína. Hugarfrelsis – heilræðin koma í fallegum poka sem hægt er að hengja á snaga, hurð, náttborð ofl. Hugarfrelsis – heilræðin eru tilvalin gjöf við ýmis tækifæri fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hugarfrelsis – heilræðin er hægt að nota á ýmsa vegu:
  • Stokkaðu spjöldin, dreifðu úr þeim og dragðu síðan spjald. Ef það koma tvö spjöld saman, lestu bæði.
  • Dragðu Hugarfrelsi á hverjum degi og leyfðu orðunum að leiða þig áfram.
  • Dragðu Hugarfrelsi þegar þú stendur á tímamótum og sjáðu hvaða leiðsögn þú færð.
  • Dragðu Hugarfrelsi þegar þú þarft að muna hver þú ert og fyrir hvað þú stendur.
  • Það spjald sem þú dregur er það spjald sem þér er ætlað að fá.
  • Lestu spjaldið vandlega og leyfðu því að hjálpa þér að öðlast Hugarfrelsi.
Gjafahugmyndir: Fæðingargjöf, skírnargjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf, útskriftargjöf, brúðargjöf, samúðargjöf ofl.

Hugarfrelsi – jákvæðar staðhæfingar

Sölustaðir: Heimkaup.is, Betra líf (Kringlunni 3.hæð)
Hugarfrelsi eru 77 falleg spjöld með jákvæðum staðhæfingum á fyrir þig  og þína. Upplagt er að byrja alla daga á að draga jákvæða staðhæfingu og leyfa henni að leiða þig inn í daginn. Hugarfrelsi kemur í fallegum poka sem hægt er að hengja á snaga, hurð, náttborð ofl. Hugarfrelsi er tilvalin gjöf við ýmis tækifæri fyrir börn, unglinga og fullorðna. Dragðu Hugarfrelsi á hverjum degi og leyfðu orðunum að leiða þig áfram.

Hugarfrelsi ehf. | Kennitala: 500117-0870 | Bankanúmer: 318-26-1927