Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Hugarfrelsi – Tilfinningaspjöld

3.500kr.

Tilfinningaspjöld Hugarfrelsi eru upplögð til að kenna börnum á tilfinningar sínar en spjöldin efla tilfinningagreind barna á ýmsa vegu meðal annars með því að auka orðaforða þeirra, meðvitund um ólíkar tilfinningar og tjáningu þeirra.

Tilfinningaspjöldin eru þrennskonar:

  • Spjöld með stökum tilfinningaandlitum að framan og orði yfir tilfinningu að aftan. Þau henta vel í upphafi kennslu á tilfinningum.
  • Spjöld með mörgum tilfinningaandlitum að framan og orðum yfir tilfinningar að aftan. Þau henta vel þegar grunnkennsla á tilfinningum hefur átt sér stað.
  • Úrræðaspjöld sem aðstoða barnið við að vinna með tilfinningar sínar.

Tilfinningaspjöldin henta afar vel í leik- og grunnskólum sem og uppeldinu.