Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Spjöld

Bækur

„Ég hef notað bækurnar frá Hugarfrelsi í kennslu með frábærum árangri sl. ár. Þær eru gott verkfæri til þess að hjálpa nemendum að öðlast frið og ró í amstri skóladagsins.  Það er gaman að sjá hvað nemendur hafa náð að tileinka sér efnið og eru virkir í þátttöku og umræðum. Ég mæli eindregið með því að nota Hugarfrelsi bæði með börnum og fullorðnum. Hugarfrelsi er góð leið til þess að tileinka sér hugarró og innri frið.“

Ása Kristjánsdóttir

Grunnskólakennari

Hugleiðslur

Hér getur þú nálgast lesnar slökunaræfingar og hugleiðslur Hugarfrelsis fyrir börn og fullorðna. Hugleiðslurnar, sem eru í söguformi, leiða þig inn í ævintýraheim. Hugleiðslusögurnar eru mjög myndrænar og auðvelt er að fylgja þeim eftir og upplifa dásemdir þeirra.

Allar hugleiðslurnar eru stafrænar hljóðskrár á mp3 formi sem þú getur spilað með hvaða spilara sem er í hvaða stafræna tæki sem er. Um leið og greiðsla er staðfest færðu senda kvittun með hlekk á skrá sem þú getur hlaðið niður. Ekki er mælt með því að reyna að spila skrá beint í gegnum vafrann þar sem ekki er hægt að ábyrgjast truflanalausa spilun yfir netið. Athugið að hlekkir á niðurhal eru aðeins virkir í 3 daga frá kaupum og þarf því að vera búið að hlaða skránni niður á eigin tæki innan þess tíma. Þegar búið er að hlaða skránni niður er þér frjálst að afrita hana á öll tæki í þinni eigu.

Tónlist

Hér getur þú nálgast disk með slökunartónlist sem Hugarfrelsi valdi með tónlistamanninum Friðriki Karlssyni. Njóttu þess að leyfa þessum ljúfu tónum að leiða þig inn í dásemdir kyrrðarinnar sem býr innra með þér.

Tónlistin er í mp3 formi sem þú getur spilað með hvaða spilara sem er í hvaða stafræna tæki sem er. Um leið og greiðsla er staðfest færðu senda kvittun með hlekk á þjappaðri skrá sem þú getur hlaðið niður og inniheldur öll lög á disknum. Athugið að hlekkir á niðurhal eru aðeins virkir í 3 daga frá kaupum og þarf því að vera búið að hlaða skránni niður á eigin tæki innan þess tíma. Þegar búið er að hlaða skránni niður er þér frjálst að afrita hana á öll tæki í þinni eigu.