Námskeiðið byggir á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Námskeiðið miðar að því að efla sjálfsmynd einstaklinga, jákvæðni, núvitund, einbeitingu, tilfinningagreind, draga úr kvíða og auka kyrrð og ró.
Sérsniðið námskeið fyrir fagfólk s.s.:
- kennara
- náms- og starfsráðgjafa
- umönnunaraðila
- starfsfólk frístundaheimila og félagsmiðstöðva
- íþróttaþjálfara
- félagsfræðinga
- iðjuþjálfa
- þroskaþjálfa
- hjúkrunarfræðinga
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir Hugarfrelsis; sjálfsstyrking, öndun, slökun og hugleiðsla. Farið er yfir hvernig nota má þessar aðferðir með nemendum í hefðbundinni kennslu eða einstaklingsráðgjöf. Aðferðirnar eru kenndar í gegnum leiki og fjölbreyttar æfingar sem henta hverju aldursstigi fyrir sig.
Uppbygging námskeiðsins
Námskeiðið er kennt í tveimur hlutum, 3 klukkustundir í senn. Á milli tímanna prófa þátttakendur aðferðirnar í sínum hópi og fá tvo tíma í stuðning og handleiðslu í gegnum eftirfylgni á zoom.
Fyrri hluti
Á fyrri hluta námskeiðsins er áhersla á hugarfar, öndun, slökun og hugleiðslu. Farið er yfir ávinning aðferðanna til að auka jákvæðni, einbeitingu, kyrrð og vellíðan.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á:
- Hugarfar – hvernig efla má jákvæða hugsun og val á viðhorfi
- Djúpa öndun og einfaldar öndunaræfingar – áhersla á mikilvægi og ávinning markvissrar öndunar fyrir andlega og líkamlega heilsu nemenda
- Slökun og slökunaræfingar – hvenær og hvernig er gott að nota slökun með nemendum
- Hugleiðslu og hugleiðslusögur – ávinning hugleiðslu og hvernig hægt er að nota hugleiðslusögur með nemendum
Seinni hluti
Á seinni hluta námskeiðsins er áhersla lögð á hvernig efla má jákvæða sjálfsmynd barna og tilfinningagreind þeirra með ýmsum leiðum m.a. til að vinna gegn kvíða.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á:
- Tilfinningagreind – leiðir til að auka orðaforða yfir tilfinningar, líkamleg einkenni þeirra og úrræði og hvernig hægt er að nota tilfinningaspjöld og spil með nemendum
- Kvíða – einkenni hans og hvaða úrræði eru gagnleg til að draga úr honum til að auka vellíðan
- Sjálfsmynd – hvernig hægt er styrkja hana m.a. með því að auka orðaforða og þekkingu nemenda á eigin styrkleikum og annarra og hvernig nýta má styrkleikaspjöld, leiki og æfingar til að efla jákvæðni og trú á eigin getu.
Námskeiðið Hugarfrelsi fyrir fagfólk færir þeim sem starfa með börnum aukin verkfæri til að draga úr kvíða og streitu nemenda en ekki síður verkfæri til að efla sjálfstraust þeirra, jákvæðni og vellíðan.
Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru bókin Vellíðan barna, Öndunarspjöld, Tilfinningaspjöld og Styrkleikaspjöld.
Sjá allar vörur Hugarfrelsis hér: https://hugarfrelsi.is/vorur/