Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

skólar

Aðferðir

Foreldra­námskeið

Námskeið fyrir uppalendur
14.900 kr.

Um námskeiðið

Hnitmiðað námskeið fyrir alla þá sem vilja læra einfaldar aðferðir til að nýta í uppeldinu. Á námskeiðinu færðu verkfæri úr smiðjum jákvæðrar sálfræði og núvitundar til að vaxa enn frekar í einu mikilvægasta hlutverki lífs þíns, foreldrahlutverkinu, hvort sem þú ert með ung börn, unglinga eða ungmenni.

Á námskeiðinu er farið yfir:

  • Svefn og svefnvenjur – ráð til að bæta svefn og gæði hans
  • Snjalltækjanotkun – áhrif, afleiðingar og úrræði
  • Sjálfsmynd – hvernig hægt er að nýta styrkleika til að byggja upp jákvæðari sjálfsmynd og sjálfstraust
  • Hugarfar – hvernig ýta má undir jákvæðni í daglegu lífi, auka jákvæð samskipti og val á viðhorfi
  • Hrós – til að ýta undir gróskuhugarfar 
  • Tilfinningar – leiðir til að auka orðaforða yfir tilfinningar, líkamleg einkenni þeirra og úrræði m.a. við kvíða
  • Öndunar-slökunar- og hugleiðsluæfingar – til að efla einbeitingu og hugarró

Námskeiðið hjálpar þér líka að:

  • Efla þig sem foreldri
  • Vera ekki þroskaþjófur
  • Ýta undir vellíðan þína
  • Læra að vera í núvitund 
  • Draga úr sjálfsstýringunni
  • Draga úr samviskubiti 
  • Auka jákvæð samskipti
  • Ná meira jafnvægi milli fjölskyldu og vinnu 
  • Auka öryggi þitt í foreldrahlutverkinu

Foreldranámskeið Hugarfrelsis færir þér aukin verkfæri til að takast á við uppeldishlutverkið.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er bókin Vellíðan barna – handbók fyrir foreldra.

Hrafnhildur og Unnur eigendur Hugarfrelsis eru kennarar námskeiðsins. Hugarfrelsi sem sérhæfir sig í vellíðan barna hefur haldið fjölbreytt námskeið og fyrirlestra þar sem kennt er að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan. Hugarfrelsi hefur einnig gefið út fjöldan allan af efni sem nýtist foreldrum, börnum, ungmennum og þeim sem starfa með börnum.

Veldu að efla þig, barnið þitt og sambandið ykkar.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum fyrir námskeið á Íslandi í gegnum kerfi Sportabler. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur klárað skráningu. Fyrir námskeið haldin utan Íslands er skráning kláruð í gegnum vefverslun og mun skráningarhnappur færa þig á valið námskeið.

Næstu námskeið

Reykjavík

Hefst:

Kl.18:30-21:30

Staðsetning:

Kennarar:
Hrafnhildur og Unnur