Ungt fólk sem þekkir styrkleika sína og hefur trú á eigin getu á auðveldara með að blómstra í lífinu. Margir glíma hins vegar við óöryggi, neikvæða sjálfsmynd og finna því fyrir kvíða. Hraðinn, álagið og samanburður í samfélaginu dregur úr því og ýtir jafnvel undir fullkomnunaráráttu sem ekki er raunhæf. Á námskeiðinu Veldu eru kenndar aðferðir sem hjálpa ungmennum að efla sig og styrkja svo þau eigi auðveldara með að fylgja eigin hjarta og vera sátt við sig.
Bókin VELDU fylgir námskeiðinu en í henni er bæði töluverður fróðleikur og verkefni sem þátttakendur geta nýtt sér til daglegra nota út lífið.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- Mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og styrkleika
- Áhrif hugsana á líðan og hegðun
- Jákvæða og neikvæða leiðtoga
- Að setja sér markmið útfrá lífsgildum og draumum
- Öndun, slökun og hugleiðslu
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að nota einfaldar aðferðir til að öðlast styrk til að standa með sjálfum sér og nái þannig betur að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.