Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

skólar

Aðferðir

Jóga


Jógafræðin eru yfir 5000 ára gömul og byggja meðal annars á heimspeki, öndunaræfingum, líkamsæfingum og hugleiðsluæfingum. Jógaæfingar hafa áhrif á vöðva, sinar, taugakerfi, innkirtlakerfi, meltingu og hugarástand. Með reglulegri jógaiðkun eflist núvitund, einbeiting eykst, súrefnisupptaka verður betri og blóðflæðið örvast. 

Við hjá Hugarfrelsi kennum jóga í gegnum leik og jógasögur. Við notumst við einfaldar jógaæfingar með dýranöfnum og nöfnum úr nærumhverfinu.

Hvernær er gott að gera jóga?

  • Til að brjóta upp daginn
  • Til að efla einbeitingu og líkamsvitund
  • Til að ýta undir núvitund
  • Fyrir slökun og hugleiðslu