Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Hugleiðsla

Hugleiðsla er aðferð til að leiða hugann í ákveðna átt, hægja á hugsunum og finna innri ró. Það má segja að hugleiðsla sé þjálfun fyrir hugann, þjálfun í efla einbeitingu og skerpa á athygli. Í dag eiga margir erfitt með einbeitingu þar sem mikið áreiti er á hugann. Hugleiðsla er því árangursrík leið til þess að efla einbeitingu sína. 

Til eru fjölmargar leiðir til að hugleiða og eru hugleiðslusögur, eins og þær sem við hjá Hugarfrelsi notum, sú leið sem hentar börnum og byrjendum afskaplega vel. Auðvelt er að sjá fyrir sér hugarferðalagið sem hugleiðslan byggir á. Hugleiðslusögurnar eru mjög myndrænar og ýta undir ímyndunaflið sem er því miður á undanhaldi í þeim hraða heimi sem við búum í. Maður gleymir stund og stað, kemst í betra jafnvægi, endurnýjar orku sína og sjálfsmyndin eflist.

Hvenær er gott að nota hugleiðslu?

  • Til að róa hugann
  • Til að þjálfa ímyndunaraflið og efla sköpunarkraft
  • Þegar áreitið er mikið
  • Þegar efla þarf einbeitingu
  • Til að auka núvitund, jafnvægi og innri ró
  • Fyrir svefn