Fyrirlestrar
með Hugarfrelsi
Fyrirlestrar Hugarfrelsis fjalla um áhrifaríkar aðferðir til að auka vellíðan í leik og starfi.
Fyrirlestrarnir eru fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana um land allt.
Auk þess heldur Hugarfrelsi fyrirlestra fyrir foreldrafélög um gagnlegar aðferðir sem nýtast í uppeldi barna.
Hugarfrelsi fyrir foreldrafélög
Áhrif skjátíma á þroska og líðan barna – fyrirlestur sem ekkert foreldri eða starfsfólk skóla ætti að láta framhjá sér fara.
Flest gerum við okkur grein fyrir því að skjátími hefur áhrif en fæst hversu skaðleg áhrifin geta verið á heilbrigði og líðan barna okkar.
Á fyrirlestrinum er fjallað um:
Snjalltækjanotkun – áhrif, afleiðingar og úrræði
Svefn og góðar svefnvenjur
Hvernig auka má trú á eigin getu
Hvernig ýta má undir jákvæðni fremur en neikvæðni
Verkfæri til að takast á við tilfinningar
Núvitundaræfingar – til að efla einbeitingu og hugarró
Fyrirlesari:
Unnur Arna Jónsdóttir eigandi Hugarfrelsis sem sérhæfir sig í vellíðan barna. Á vegum Hugarfrelsis hafa verið haldin fjölbreytt námskeið og fyrirlestrar þar sem kennt er að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan. Hugarfrelsi hefur einnig gefið út fjöldan allan af efni sem nýtist foreldrum, börnum, ungmennum og þeim sem starfa með börnum.
Fjöldi foreldrafélaga og skóla hafa boðið upp á fyrirlesturinn og eru foreldrar sammála um að hann hafi bæði verið upplýsandi og veitt þeim aukin verkfæri til að takast á við áskoranir tengdar skjátíma barna.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.
Hugarfrelsi fyrir fyrirtæki
Viltu hlúa að starfsmanni þínum og ýta undir aukna vellíðan?
Hugarfrelsi er gæðastund þar sem starfsmenn fyrirtækis fá einstaka blöndu af sjálfsstyrkingaræfingum, öndunaræfingum, slökun og hugleiðslu. Aðferðir Hugarfrelsis draga úr kvíða og streitu, efla sjálfstraust og jákvæðni sem er mikilvægt í daglegu amstri. Aðferðirnar hafa hjálpað mörgum að viðhalda hugarró og góðri líðan
Lengd Hugarfrelsisstundar fer eftir óskum hvers fyrirtækis. Til dæmis er hægt að koma með Hugarfrelsi á þinn vinnustað einu sinni í viku yfir ákveðið tímabil eða bjóða upp á Hugarfrelsisstund í eitt skipti þegar gera á vel við starfsmenn og brjóta upp daginn.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.