Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Innleiðingar í leik-, grunn- og framhaldsskóla

Hugarfrelsi býður upp á innleiðingu sem er sérsniðin að skólastarfi. Skólastjórnendur sem og starfsfólk hefur dásamað gildi innleiðinga Hugarfrelsis þar sem aðferðirnar henta mjög vel í skólastarfi og eru frábær leið til að auka jafnvægi og vellíðan.

Á undanförnum árum höfum við innleitt aðferðir Hugarfrelsis í tugi leik-, grunn- og framhaldsskóla víðsvegar um landið við góða raun þar sem aðferðirnar henta mjög vel með hefðbundnu skólastarfi.

Djúp öndun er það fyrsta sem kenna ætti nemanda að nýta til að róa sig við ýmsar aðstæður, þegar kvíði gerir vart við sig og/eða þegar nemandi vill ná aukinni einbeitingu og hugarró. Slökun er nauðsynleg fyrir alla að minnsta kosti einu sinni á dag en því miður gefa fáir sér þann tíma. Jógaæfingar er frábær leið til að brjóta upp kennslu og hafa gaman. Hugleiðslusögur eru tilvaldar til að efla ímyndunarafl og einbeitingu. Sjálfsstyrking er nauðsynleg í því hraða umhverfi sem við búum í. Mikilvægi þess að hjálpa nemendum að velja jákvæðni umfram neikvæðni, koma auga á styrkleika sína, æfa sig í að tjá tilfinningar sínar og vera góð manneskja er aldrei ofmetið.

Innleiðing í leik- og grunnskóla er tvískipt:

Við bjóðum upp á innleiðingu sem skiptist í tvö námskeið sjá nánar hér að neðan. Allir starfsmenn skólans sækja bæði námskeiðin og læra að tileinka sér aðferðafræðina og nýta með nemendum. Með því móti verður starfið markvissara og ávinningur meiri. Aðferðirnar eru kenndar í gegnum leiki og fjölbreyttar æfingar sem henta hverju aldursstigi fyrir sig. Skynsamlegt er að hafa um 3 mánuði á milli námskeiðanna þannig að starfsmenn fái góðan tíma í að koma aðferðafræðinni inn í hefðbundið skólastarf.

Á milli námskeiðanna prófa þátttakendur aðferðirnar með sínum skjólsstæðingum. Námskeiðunum fylgir stuðningur og handleiðsla frá Hugarfrelsi eftir hvort námskeið fyrir sig.

Öndun, jóga, slökun og hugleiðsla í skólastarfi

Námskeiðið Öndun, jóga, slökun og hugleiðsla í skólastarfi er námskeið fyrir allt starfsfólk skóla þar sem kennt er hvernig nota má öndunaræfingar, jóga, slökun og hugleiðslu í hefðbundnu skólastarfi. Farið er yfir ávinning aðferðanna og hvenær/hvernig er best að nota þær með skjólstæðingum til að auka einbeitingu, kyrrð og vellíðan. Kenndar eru öndunar-, jóga- og slökunaræfingar sem og hugleiðslusögur til að nota með börnum.

 

Jákvæðni, styrkleikar og tilfinningar skólabarna

Námskeiðið Jákvæðni, styrkleikar og tilfinningar skólabarna er námskeið þar sem lögð er áhersla á hugarfar, val á viðhorfi og hvernig efla má jákvæða hugsun. Farið er yfir hvernig efla má tilfinningagreind barna með ýmsum leiðum s.s. með æfingum, leikjum, tilfinningaspili og tilfinningaspjöldum. Einnig er lögð áhersla á styrkleikaþjálfun til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd barna. Farið er yfir hvernig nýta má styrkleikaspjöld, leiki og æfingar til að efla jákvæðni og trú á eigin getu.

Hægt er að hafa námskeiðin á sitthvorri önninni eða skólaárinu.

Okkar reynsla er sú að það eru ekki bara börnin sem hafa hag af því að læra aðferðirnar heldur einnig starfsfólkið

Ummæli

„Á undanförunum árum höfum við í Krakkakoti verið markvisst að nota aðferðir Hugarfrelsis. Aðferðirnar hafa eflt jákvæða hugsun barna og starfsmanna og hafa öndunaræfingar hjálpað börnunum einstaklega mikið til að róa sig og vera í jafnvægi. Jógasögurnar í kennsluleiðbeiningunum eru frábær leið til að brjóta upp kennslu og til að hafa gaman og við höfum fundið að þessar aðferðir samræmast mjög vel innleiðingu „Uppeldis til ábyrgðar“. Slökunaræfingar, fallegar  hugleiðslusögur og hugleiðslutónlist er frábær viðbót  inn í hefðbundna hvíldarstund.“

Hjördís G.Ólafsdóttir

Leikskólastjóri, Náttúruleikskólanum Krakkakoti

„Í Vesturbergi höfum við undanfarin misseri lagt aukna áherslu á heilbrigði og velferð starfsfólks. Þar höfum við einkum lagt upp með að heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Með tilkomu Hugarfrelsis inn í starfið í Vesturbergi opnuðust nýjar leiðir með áframhaldandi úrvinnslu á sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu með þátttöku barnanna í huga. Með verkfærum frá Hugarfrelsi hefur vinnan við að róa börnin eftir til dæmis útiveru orðið mun auðveldari. Börnin eru fljót að aðlagast aðferðum Hugarfrelsis og virðast einbeittari og eiga auðveldara með að ná ró. Í hádeginu vorum við vön að hlusta á upplestur og/eða leikrit en höfum breytt því yfir í slökun og hugleiðslu. Eftir innleiðingu Hugarfrelsis sáum við fljótlega mikinn mun á líðan barnanna, enn meiri slökun og eru þau jákvæðari og tilbúnari að takast á við daginn.“

Kennarar

Leikskólanum Vesturbergi

,,Skólaárið 2017-2018 hafa Hrafnhildur og Unnur innleitt Hugarfrelsi í leikskólann Garðasel. Innkoma þeirra hefur verið frábær og yndisleg og gefið kennurum og starfsfólki góða innsýn í mikilvægi slökunar og hugleiðslu í daglegu lífi. Fræðsla og eftirfylgd hafa nýst okkur mjög vel og sjáum við strax ávinninginn af þessu samstarfi og innleiðingu, í daglegu starfi, sérstökum stundum og ekki síst þegar á þarf að halda og slökun og innri ró eru lausnin. Í dag höfum við næg verkfæri til að standa á eigin fótum og halda áfram með Hugarfrelsi sem er mannbætandi og nærandi nálgun í kennslu, dýpkar skilning okkar á sjálfum okkur og þörfum í erli dagsins og ég veit að börnin standa betur að vígi eftir að hafa fengið að reyna þessa nálgun í leikskólanum.”

Ingunn Ríkharðsdóttir

Leikskólastjóri, Leikskólanum Garðaseli Akranesi

„Það er gaman að segja frá því að við hefjum vikulega kennara/starfsmannafundi á Hugarfrelsi og starfsfólkið sér sjálft um stundina. Það er yndislegt. Flestir eru mjög duglegir að nýta sér Hugarfrelsi í kennslunni og við vinnum í því smátt og smátt að fá eldhúsið með okkur til að tengja vinnuna niður í matsal. Skólaliðar eru farnir að lesa fyrir yngstu börnin á meðan þau borða morgunmat og hádegismat og er hrein unun að fylgjast með því. Það er ákveðin slökun og ró sem því fylgir, auk frábærra samræðna um orð og ýmsan fróðleik.

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir

Skólastjóri Þelamerkurskóla

Sendu okkur fyrirspurn