Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

skólar

Aðferðir

Námskeið fyrir starfsfólk skóla

Hugarfrelsi býður upp á námskeið sem er sérsniðin að skólastarfi. Skólastjórnendur sem og starfsfólk hefur dásamað gildi aðferða Hugarfrelsis þar sem þær henta mjög vel í skólastarfi og eru frábær leið til að auka jafnvægi og vellíðan.

Á undanförnum árum höfum við innleitt aðferðir Hugarfrelsis í tugi leik-, grunn- og framhaldsskóla víðsvegar um landið við góða raun þar sem aðferðirnar henta mjög vel með hefðbundnu skólastarfi. Við höfum heyrt dásamlegar reynslusögur frá starfsfólki sem talar um aukið jafnvægi, minni kvíða, meiri jákvæðni og aukna ró bæði meðal starfsfólks og nemenda. 

Námskeið fyrir leikskóla

Hugarfrelsi býður upp á námskeið fyrir leikskóla þar sem öllu starfsfólki skólans eru kenndar einfaldar aðferðir sem gagnast með nemendum. Aðferðirnar byggja á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Aðferðirnar sem kenndar eru í gegnum fyrirlestra, leiki og fjölbreyttar æfingar gagnast ekki síður starfsfólkinu sjálfu. 

Öndun, jóga, slökun og hugleiðsla í leikskólastarfi er 3 klst. námskeið fyrir starfsfólk leikskóla

Á námskeiðinu er lögð áhersla á

  • Öndunaræfingar – ávinning djúprar öndunar fyrir starfsfólk og nemendur
  • Jógaæfingar og jógasögur – hvernig hægt er að nota þær með nemendum
  • Slökun og slökunaræfingar – hvernig og hvenær er gott að nota slökun með nemendum
  • Hugleiðslu og hugleiðslusögur – ávinning hugleiðslu og hvernig hægt er að nota hugleiðslusögur með nemendum

Aðferðirnar sem kenndar eru á námskeiðinu miða að því að auka kyrrð og ró, efla einbeitingu og ímyndunarafl, draga úr kvíða/streitu og auka vellíðan nemenda.

Jákvæðni, styrkleikar og tilfinningar leikskólabarna er 2 klst. námskeið fyrir starfsfólk leikskóla

Á námskeiðinu er lögð áhersla á

  • Hugarfar – hvernig efla má jákvæða hugsun og val á viðhorfi
  • Tilfinningagreind –  orðaforða yfir tilfinningar, líkamleg einkenni þeirra og úrræði
  • Sjálfsmynd – að auka orðaforða og þekkingu nemenda á eigin styrkleikum
  • Tilfinninga- og styrkleikaspjöld – hvernig nýta má þau í daglegu starfi

Aðferðirnar sem kenndar eru á námskeiðinu ýta undir og efla jákvæðni, auka orðaforða og þekkingu nemenda á tilfinningum og styrkleikum, auka trú þeirra á eigin getu og vellíðan.  

Hafðu samband og við kynnum þetta betur fyrir þér.

Námskeið fyrir grunnskóla

Hugarfrelsi býður upp á námskeið fyrir grunnskóla þar sem öllu starfsfólki skólans eru kenndar einfaldar aðferðir sem gagnast með nemendum. Aðferðirnar byggja á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Kennt er í gegnum fyrirlestra, leiki og fjölbreyttar æfingar sem eru í bókum, spjöldum og spilum Hugarfrelsis. Við mætum á staðinn eða kennum í gegnum netið allt eftir því sem hentar þinni starfsemi best. 

Öndun, jóga, slökun og hugleiðsla í grunnskólastarfi er 3 klst. námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á: 

  • Öndunaræfingar – ávinning djúprar öndunar fyrir starfsfólk og nemendur
  • Jógaæfingar og jógasögur – hvernig og hvenær hægt er að nota þær með nemendum
  • Slökun og slökunaræfingar – hvernig og hvenær er gott að nota slökun með nemendum
  • Hugleiðslu og hugleiðslusögur – ávinning hugleiðslu og hvernig hægt er að nota hugleiðslusögur með nemendum

Aðferðirnar sem kenndar eru á námskeiðinu miða að því að auka kyrrð og ró, efla einbeitingu og ímyndunarafl, draga úr kvíða/streitu og auka vellíðan nemenda.


Jákvæðni, styrkleikar og tilfinningar grunnskólabarna er 3 klst. námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á

  • Hugarfar – hvernig efla má jákvæða hugsun og val á viðhorfi
  • Tilfinningagreind – orðaforða yfir tilfinningar, líkamleg einkenni þeirra og úrræði
  • Einkenni kvíða – gagnleg úrræði til að draga úr honum
  • Sjálfsmynd – mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og þekkingu á eigin sjálfsmynd
  • Styrkleika – að auka orðaforða og þekkingu nemenda á styrkleikum
  • Vináttu og leiðtogafærni – hvernig efla má vináttu nemenda og jákvæða leiðtogafærni þeirra  

Aðferðirnar sem kenndar eru á námskeiðinu ýta undir og efla jákvæðni, hjálpa nemendum að takast á við tilfinningar sínar, auka trú þeirra á eigin getu, bæta samskipti og vellíðan. 

Hafðu samband og við kynnum þetta betur fyrir þér.

Námskeið fyrir framhaldsskóla

Hugarfrelsi býður upp á námskeið fyrir framhaldsskóla þar sem öllu starfsfólki skólans eru kenndar einfaldar aðferðir sem gagnast með nemendum. Aðferðirnar byggja á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Aðferðirnar sem kenndar eru í gegnum leiki og fjölbreyttar æfingar gagnast ekki síður starfsfólkinu sjálfu.  

Núvitund og vellíðan framhaldsskólanema er 3 klst. námskeið fyrir starfsfólk framhaldsskóla 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á: 

  • Snjalltækjanotkun – áhrif, afleiðingar og úrræði
  • Svefn og svefnvenjur – ráð til að bæta svefn og gæði hans
  • Kvíða – einkenni hans og gagnleg úrræði til að draga úr honum
  • Öndunaræfingar – ávinning djúprar öndunar fyrir starfsfólk og nemendur
  • Slökun og slökunaræfingar – hvernig og hvenær er gott að nota slökun með nemendum
  • Núvitund og hugleiðslu – ávinning núvitundar og hugleiðslu með nemendum

Aðferðirnar sem kenndar eru á námskeiðinu miða að því að auka kyrrð og ró, efla einbeitingu og ímyndunarafl, draga úr kvíða/streitu og auka vellíðan nemenda.


Sjálfsmynd og hugarfar framhaldsskólanema er 3 klst. námskeið fyrir starfsfólk framhaldsskóla 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á

  • Hugarfar – hvernig efla má jákvæða hugsun og val á viðhorfi
  • Sjálfsmynd – aukna þekkingu á sjálfsmynd og hvað hefur jákvæð/neikvæð áhrif á hana
  • Styrkleika – að auka orðaforða og þekkingu nemenda á styrkleikum.
  • Hvernig nýta má styrkleikaspjöld, leiki og æfingar til að efla jákvæðni nemenda og trú á eigin getu

Aðferðirnar sem kenndar eru á námskeiðinu ýta undir og efla jákvæðni, hjálpa nemendum að takast á við tilfinningar sínar, auka trú þeirra á eigin getu, bæta samskipti og vellíðan. 

Hafðu samband og við kynnum þetta betur fyrir þér.

Okkar reynsla er sú að það eru ekki bara börnin sem hafa hag af því að læra aðferðirnar heldur einnig starfsfólkið

Ummæli

„Á undanförunum árum höfum við í Krakkakoti verið markvisst að nota aðferðir Hugarfrelsis. Aðferðirnar hafa eflt jákvæða hugsun barna og starfsmanna og hafa öndunaræfingar hjálpað börnunum einstaklega mikið til að róa sig og vera í jafnvægi. Jógasögurnar í kennsluleiðbeiningunum eru frábær leið til að brjóta upp kennslu og til að hafa gaman og við höfum fundið að þessar aðferðir samræmast mjög vel innleiðingu „Uppeldis til ábyrgðar“. Slökunaræfingar, fallegar  hugleiðslusögur og hugleiðslutónlist er frábær viðbót  inn í hefðbundna hvíldarstund.“

Hjördís G.Ólafsdóttir

Leikskólastjóri, Náttúruleikskólanum Krakkakoti

„Í Vesturbergi höfum við undanfarin misseri lagt aukna áherslu á heilbrigði og velferð starfsfólks. Þar höfum við einkum lagt upp með að heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Með tilkomu Hugarfrelsis inn í starfið í Vesturbergi opnuðust nýjar leiðir með áframhaldandi úrvinnslu á sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu með þátttöku barnanna í huga. Með verkfærum frá Hugarfrelsi hefur vinnan við að róa börnin eftir til dæmis útiveru orðið mun auðveldari. Börnin eru fljót að aðlagast aðferðum Hugarfrelsis og virðast einbeittari og eiga auðveldara með að ná ró. Í hádeginu vorum við vön að hlusta á upplestur og/eða leikrit en höfum breytt því yfir í slökun og hugleiðslu. Eftir innleiðingu Hugarfrelsis sáum við fljótlega mikinn mun á líðan barnanna, enn meiri slökun og eru þau jákvæðari og tilbúnari að takast á við daginn.“

Kennarar

Leikskólanum Vesturbergi

,,Skólaárið 2017-2018 hafa Hrafnhildur og Unnur innleitt Hugarfrelsi í leikskólann Garðasel. Innkoma þeirra hefur verið frábær og yndisleg og gefið kennurum og starfsfólki góða innsýn í mikilvægi slökunar og hugleiðslu í daglegu lífi. Fræðsla og eftirfylgd hafa nýst okkur mjög vel og sjáum við strax ávinninginn af þessu samstarfi og innleiðingu, í daglegu starfi, sérstökum stundum og ekki síst þegar á þarf að halda og slökun og innri ró eru lausnin. Í dag höfum við næg verkfæri til að standa á eigin fótum og halda áfram með Hugarfrelsi sem er mannbætandi og nærandi nálgun í kennslu, dýpkar skilning okkar á sjálfum okkur og þörfum í erli dagsins og ég veit að börnin standa betur að vígi eftir að hafa fengið að reyna þessa nálgun í leikskólanum.”

Ingunn Ríkharðsdóttir

Leikskólastjóri, Leikskólanum Garðaseli Akranesi

„Það er gaman að segja frá því að við hefjum vikulega kennara/starfsmannafundi á Hugarfrelsi og starfsfólkið sér sjálft um stundina. Það er yndislegt. Flestir eru mjög duglegir að nýta sér Hugarfrelsi í kennslunni og við vinnum í því smátt og smátt að fá eldhúsið með okkur til að tengja vinnuna niður í matsal. Skólaliðar eru farnir að lesa fyrir yngstu börnin á meðan þau borða morgunmat og hádegismat og er hrein unun að fylgjast með því. Það er ákveðin slökun og ró sem því fylgir, auk frábærra samræðna um orð og ýmsan fróðleik.“

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir

Skólastjóri Þelamerkurskóla

Ég byrjaði að koma öndun, slökun og hugleiðslu inn í kennsluna hjá mér. Þetta var eitthvað sem mér fannst sjálfri áhugavert og var viss um að væri gott fyrir mína nemendur. Ég byrjaði með öndunaræfingar og slökun og bætti svo hugleiðslu við. Þetta hefur svo sannarlega gengið vel, nemendur allir sem einn hafa tekið virkan þátt og Hugarfrelsi er orðinn fastur liður í kennslustundinni. Þetta var allt svo miklu auðveldara en ég átti von á og námsgögnin frá ykkar algjör draumur, leiða mann skref fyrir skref. Það sem kom mér mest á óvart er hversu einfalt Hugarfrelsi er og hversu frábærlega nemendur tóku í þetta, sem segir mér best hversu þörf slökun og hugleiðsla eru fyrir unga fólkið okkar í öllu okkar annríki.“

Guðrún Árdís Össurardóttir

Kennari Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Sendu okkur fyrirspurn