Fyrirlestrar
með Hugarfrelsi

Fyrirlestrar Hugarfrelsis fjalla um áhrifaríkar aðferðir til að bæta líkamlega og andlega líðan í leik og starfi.

Fyrirlestrarnir eru fyrir starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsfólk fyrirtækja og stofnana um land allt.

Auk þess heldur Hugarfrelsi fyrirlestra fyrir foreldrafélög um gagnlegar aðferðir sem nýtast í uppeldi barna.

Hugarfrelsi fyrir starfsfólk leikskóla

Starfsfólk leikskóla getur sótt námskeiðið Hugarfrelsi fyrir fagfólk sem haldið er reglulega á hverri önn fyrir alla þá sem starfa með börnum. Hafi leikskóli áhuga á að innleiða aðferðir Hugarfrelsis inn í skólastarfið býður Hugarfrelsi upp á samstarf. Samstarfið felur í sér námskeið, gögn ofl. fyrir starfsfólk og foreldra allt eftir því sem hentar hverju sinni. 

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi hafa innleitt einfaldar aðferðir Hugarfrelsis í fjölda leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins. Aðferðir Hugarfrelsis henta vel fyrir yngstu kynslóðina þar sem þeim er eðlislægt að anda djúpt og vera í núinu. Því er mikilvægt að byggja á þeim grunni með einföldum aðferðum sem auðvelt er að tileinka sér.  

Allar nánari upplýsingar veita Hrafnhildur í síma 894-1806 og Unnur í síma 695-1292 eða sendu okkur fyrirspurn.

Hugarfrelsi fyrir grunn- og framhaldsskóla

Námskeiðið Hugarfrelsi fyrir fagfólk hentar vel fyrir kennara, náms- og starfsráðgjafa, sérkennara sem og aðra starfsmenn skóla. Námskeiðið er haldið reglulega á hverri önn. Hafi skóli áhuga á að innleiða aðferðir Hugarfrelsis inn í skólastarfið býður Hugarfrelsi upp á samstarf. Samstarfið felur í sér námskeið og kennslugögn fyrir starfsfólk og fyrirlestra fyrir foreldra allt eftir því sem hentar hverju sinni.

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi hafa á undanförnum árum innleitt aðferðir Hugarfrelsis í fjölda leik-, grunn- og framhaldsskóla á landinu. Aðferðirnar hafa gefið mjög góða raun með börnum, unglingum og ungu fólki til að efla á ýmsan hátt þannig að það geti orðið besta útgáfan af sér.

Allar nánari upplýsingar veita Hrafnhildur í síma 894-1806 og Unnur í síma 695-1292 eða sendu okkur fyrirspurn.

Hugarfrelsi fyrir foreldrafélög
Er kvíði, ónægur svefn, neikvæð sjálfsmynd eða snjalltækin að hafa áhrif á barnið þitt og gæðastundir fjölskyldunnar?

Þessum spurningum svara margir foreldrar játandi. Fjöldi foreldrafélaga hafa nýtt sér þennan fyrirlestur og hafa foreldrar í kjölfarið lært einfaldar aðferðir sem hafa gagnast í uppeldinu, aukið gæðastundir fjölskyldunnar og hjálpað þeim sjálfum að öðlast aukna núvitund.

Nánar um fyrirlesturinn:
Hugarfrelsi – aðferðir sem virka!
Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna einfaldar og gagnlegar aðferðir sem foreldrar geta nýtt með börnum sínum til að auka vellíðan, hamingju og gleði.

Aðferðirnar hafa reynst börnum og unglingum vel til að koma auga á styrkleika sína, efla sjálfsmyndina og jákvæða hugsun. Aðferðirnar hjálpa þeim sem eiga erfitt með einbeitingu, svefn, eru kvíðin og óörugg.

Fyrirlesturinn er byggður á bókum Hugarfrelsis. Á fyrirlestrinum eru kynntar aðferðir Hugarfrelsis sem nýtast foreldrum í uppeldinu til að efla barnið sitt á margvíslegan máta með sjálfsstyrkingu, öndun, slökun og hugleiðslu svo það megi blómstra sem einstaklingur. Einnig hjálpa aðferðirnar til að fjölga gæðastundum og auka kyrrð og ró fjölskyldunnar.

Hrafnhildur og Unnur hafa undir nafninu Hugarfrelsi gefið út fjölbreytt efni til að bæta andlega og líkamlega líðan. Þær hafa einnig staðið fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum fyrir börn, foreldra og fagfólk þar sem áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, öndun, slökun og hugleiðslu. Aðferðir Hugarfrelsis hafa verið innleiddar í fjölda leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Allar nánari upplýsingar veita Hrafnhildur í síma 894-1806 og Unnur í síma 695-1292 eða sendu okkur fyrirspurn.

Hugarfrelsi fyrir fyrirtæki
Viltu efla starfsmann þinn og ýta undir að hann geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér? Þá er Hugarfrelsi tilvalið fyrir þitt fyrirtæki.

Hugarfrelsi er gæðastund þar sem starfsmenn fyrirtækis fá einstaka blöndu af sjálfsstyrkingaræfingum, öndunaræfingum, djúpslökun og hugleiðslu.

Hugarfrelsi tekur frá 20-60 mínútum, en það fer eftir óskum hvers fyrirtækis. Til dæmis er hægt að koma með Hugarfrelsi á þinn vinnustað einu sinni í viku yfir ákveðið tímabil eða bjóða upp á Hugarfrelsisstund í eitt skipti þegar gera á vel við starfsmenn og brjóta upp daginn.

Allar nánari upplýsingar veita Hrafnhildur í síma 894-1806 og Unnur í síma 695-1292 eða sendu okkur fyrirspurn.

Sendu okkur fyrirspurn

Hugarfrelsi ehf. | Kennitala: 500117-0870 | Bankanúmer: 318-26-1927