Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

skólar

Aðferðir

Desemberuppbót Hugarfrelsis

Nú er desember genginn í garð og allt sem honum fylgir. Flest finnum við fyrir auknu álagi, streitu og jafnvel kvíða þrátt fyrir tilhlökkun. Munum að jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna og því skulum við gefa þeim gæðastund með okkur sem oftast. Við viljum hjálpa þér að skapa slíka stund fyrir svefninn með Vetrargleðinni sem er slökun og hugleiðslusaga fyrir þig og þína. Njótið samverunnar