Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

skólar

Aðferðir

Kátir krakkar (10–12 ára)

Námskeið fyrir krakka í 5.-7. bekk
37.500 kr.

Um námskeiðið

Jákvæð sjálfsmynd, jákvæðni og trú á eigin getu eru eiginleikar sem vinna þarf með hjá börnum og því bjóðum við upp á námskeiðið Kátir krakkar víða um land. 

Markmið námskeiðsins er að kenna börnum einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd sína og vellíðan. Þegar barni líður vel eru meiri líkur á betri árangri í félagslegum samskiptum, námi, tómstundum og lífinu almennt.

Á námskeiðinu læra krakkar meðal annars að:

  • Velja jákvæðni umfram neikvæðni
  • Efla sjálfsmynd sína og sjálfstraust
  • Koma auga á styrkleika sína og nýta þá
  • Hafa trú á eigin getu og hvetja sig áfram
  • Velja að vera jákvæður leiðtogi
  • Takast á við tilfinningar sínar sem stundum eru krefjandi
  • Nota djúpa öndun daglega í allskonar aðstæðum
  • Auka einbeitingu og ímyndunarafl sitt
  • Gera jóga í gegnum leik
  • Slaka á og hugleiða

Námskeiðið byggir á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar sem kennd er í gegnum skemmtilega leiki, fjölbreyttar sjálfsstyrkingaræfingar, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu.

Foreldrar fá aðgang að lokuðu foreldrasvæði með hagnýtum uppeldisráðum. 

Öflugt námskeið fyrir krakka sem vilja efla sjálfsmynd sína og trú á eigin getu.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er bókin Vellíðan barna – handbók fyrir foreldra.

Námskeiðið er 10 vikur og ætlað börnum í 5.-7. bekk grunnskóla.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum fyrir námskeið á Íslandi í gegnum kerfi Sportabler. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur klárað skráningu. Fyrir námskeið haldin utan Íslands er skráning kláruð í gegnum vefverslun og mun skráningarhnappur færa þig á valið námskeið.

Næstu námskeið

Reykjavík

Hefst: 27. janúar 2025

Kl.17:30–18:30 (mánudaga)

Kennt er frá 27. jan. til 31. mars.

Staðsetning:
Langholtskirkja, Sólheimum 13-15

Kennarar:
Margrét

Selfoss

Hefst: 30. janúar 2025

Kl.17:15–18:15 (fimmtudaga)

Kennt er frá 30. jan. til 3. apríl.

Staðsetning:
Austurvegi 21, Selfossi

Kennarar:

Reykjanesbær

Hefst: 31. janúar 2025

Kl.16:30-17:30 (föstudaga)

Kennt er frá 31. jan. til 4. apríl.

Staðsetning:
OM setrið, Hafnarbraut 6 við Njarðvíkurhöfn

Kennarar:
Kristín Jóhanna