Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Veldu (16–20 ára)

Sjálstyrkingarnámskeið fyrir ungt fólk á menntaskólaaldri
25.500 kr.

Viltu vera besta útgáfan af þér? Viltu læra að standa með sjálfri/um þér?

Námskeiðið VELDU er sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungt fólk á framhalds- og háskólaskóla aldri (16-20 ára). Þar eru kenndar aðferðir til þess að efla þig og styrkja. Aðferðirnar hjálpa þér að takast á við áreiti, mótlæti, hindranir, samanburð, kvíða, samfélagsmiðlana ofl. þannig að þú náir að verða besta útgáfan af þér og blómstra í lífinu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar
  • Hvernig virkja má hæfileika svo þeir geti orðið að styrkleikum
  • Áhrif hugsana á líðan og hegðun
  • Jákvæða og neikvæða leiðtoga
  • Mikilvægi þess að eiga sér drauma
  • Að setja sér markmið
  • Lífsgildin þín og hvað þú vilt að einkenni líf þitt
  • Öndun, slökun og hugleiðslu

Í hverjum tíma er fróðleikur og unnin verkefni sem tengjast honum. Að þeim loknum er leidd öndun, slökun og hugleiðsla sem hjálpa þér að vera í núvitund. Hugleiðslan er í söguformi, svokallaðar hugleiðslusögur, en þær henta vel þeim sem ekki eru vanir að hugleiða.

Markmið námskeiðsins er að þú lærir að nota hentugar aðferðir til að öðlast styrk til að standa með sjálfri/um þér og leyfa þér að blómstra sem einstaklingur og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

Bókin VELDU er innifalin í verði.

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum í gegnum kerfi Nóra. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum.

Næstu námskeið

Auglýst síðar

Kennarar námskeiðs

Auglýst síðar