Hugarfrelsi logo

Námskeið

Vörur

Fyrirlestrar

Innleiðingar

Aðferðir

Námskeið fyrir foreldra

Ókeypis foreldranámskeið haust 2019

Hugarfrelsi býður foreldrum barna og unglinga upp á ókeypis foreldranámskeið.

Hér er um stutt og hnitmiðað námskeið að ræða. Hraði og áreiti einkennir samfélag okkar í dag og eiga börn og unglingar oft á tíðum erfitt með að vera besta útgáfan af sér. Gríðarlegur tími fer í notkun á snjalltækjum sem ýtir undir samanburð og neikvæða sjálfsmynd. Mikilvægt er að börn og unglingar kunni að nýta sér einfaldar aðferðir til að staldra við, slaka á og njóta augnabliksins.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

 1. Hvernig hægt er að leiðbeina börnum í að velja jákvæðni umfram neikvæðni.
 2. Hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að efla sjálfsmynd sína og styrkleika.
 3. Einfaldar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar sem auka vellíðan, efla einbeitingu, hugarró og draga úr kvíða.
 4. Einfaldar leiðir til að hjálpa barninu þínu til að sofna.

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að hafa í höndum verkfæri til að nýta í uppeldinu svo börn þeirra nái að blómstra og finni aukna hugarró.

Ef þú vilt efla þig sem foreldri og læra einfaldar aðferðir sem þú getur nýtt í uppeldinu þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig!

Skráning nauðsynleg – takmarkaður sætafjöldi

Egilstaðir

2. september 2019

Egilstaðaskóli
Kl. 16:30 – 18:00

Kennarar: Hrafnhildur og Unnur

Reykjanesbær

11. september 2019

Íþróttaakademían                        Kl. 20:00 – 21:30

Kennarar: Hrafnhildur og Unnur

Selfoss

5. september 2019

Vallaskóli, austurrými                  Kl. 20:00 – 21:30

Kennarar: Hrafnhildur og Unnur

 

Fyrirmyndar foreldri - árangursríkar uppeldisaðferðir

Viltu efla þig sem uppalanda? Á barnið þitt erfitt með að sofna? Er kvíði að hamla barninu þínu? Þarf að efla sjálfsmynd barnsins þíns? Eru snjalltækin að hafa áhrif á gæðastundir fjölskyldunnar?

Hér er um stutt og hnitmiðað násmkeið að ræða. Á námskeiðinu verða aðferðir Hugarfrelsis kynntar en þær nýtast i uppeldinu til að efla börn og unglinga á margvíslegan hátt. Hraði og áreiti einkennir samfélag okkar í dag og eiga börn og unglingar oft á tíðum erfitt með að vera besta útgáfan af sér. Gríðarlegur tími fer í notkun á snjalltækjum sem ýtir undir samanburð og neikvæða sjálfsmynd. Mikilvægt er að börn og unglingar kunni að nýta sér einfaldar aðferðir til að staldra við, slaka á og njóta augnabliksins.

Fjallað verður m.a. um mikilvægi jákvæðrar hugsunar, leiðir til að efla sjálfsmyndina og styrkleika. Kenndar verða einfaldar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar sem auka vellíðan, efla einbeitingu, hugarró og draga úr kvíða.

Námskeiðið byggir á fyrirlestri, umræðum og æfingum. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að hafa í höndum verkfæri til að nýta í uppeldinu svo börn þeirra nái að blómstra og finni aukna hugarró.

Ávinningur þinn:

 • Þekking á aðferðum til að efla þig sem uppalenda
 • Lærir að nota öndun, slökun og hugleiðslu til að efla sjálfsmyndina, auka vellíðan og draga úr kvíða
 • Betri samskipti
 • Aukið jafnvægi og hugarró
 • Jákvæðari hugsun
 • Betri einbeiting
 • Fleiri gæðastundir

Ef þú vilt efla þig sem foreldri og læra einfaldar aðferðir sem þú getur nýtt í uppeldinu þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig!

Innifalið í verði er bókin Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar.

Næsta námskeið:

Kópavogur

10.okt
Kl. 19:30 – 22:00 (þriðjud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð

Kennarar: Hrafnhildur og Unnur

Verð: 14.900 kr

Djúpslökun og hugleiðsla

Markmið námskeiðsins er að hver og einn nái djúpri slökun og vindi af sér streitu hversdagsins. Gerðar eru liðkandi æfingar með áherslu á öndun og síðan er leidd endurnærandi djúpslökun (Yoga Nidra) og friðsæl hugleiðsla.

Öndunar- og slökunartæknin sem kennd er hentar vel til að yfirfæra á daglegt líf til að öðlast betri stjórn á óvæntum aðstæðum, takast á við streitu og annað áreiti sem hver og einn þarf að takast á við dag hvern.

Hugleiðslutæknin sem notast er við eru hugleiðslusögur. Þær eru mjög myndrænar og henta því afskaplega vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Með hjálp hugleiðslunnar er hægt að efla jákvæðni, gleði, einbeitingu og sköpunarkraft en að auki er hægt að nýta hana til að losna m.a. undan ótta, kvíða, neikvæðni og reiði.

Næstu námskeið

Kópavogur

24.sept-26.nóv
Kl. 19:30 – 20:20 (mánud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð

Kennari: Elfa Ýr

Verð: 18.000 kr

Orkustöðvajafnvægi

Námskeið fyrir alla þá sem vilja bæta líf sitt, öðlast jafnvægi og hugarró. Um er að ræða 8 vikna heilsteypt ferli þar sem hver orkustöð líkamans er tekin fyrir. Lögð er áhersla á að byggja upp bæði líkamlegt og andlegt jafnvægi. Hagnýtar aðferðir eru kenndar til að öðlast betri jarðtengingu, efla líkamlega orku, koma jafnvægi á tilfinningar, tjáningu og sköpun, efla vitsmuni, innsæi og andlega tengingu.

Hver tími byggist upp á hálftíma fyrirlestri sem tengist orkustöðinni sem tekin er fyrir í tímanum. Fróðleikur um hvaða tilfinningar tengjast hverri orkustöð, hvaða líffæri tengjast inn á orkustöðina, hvaða matur er heppilegur til að auka flæði og jafnvægi orkustöðvarinnar og farið er í aðrar aðferðir sem henta vel til að halda orkustöðinni virkri s.s. með notkun blómadropa, kjarnaolía, líkamsæfinga og heilunar.

Í hverjum tíma eru æfingar sem byggja á djúpöndun, jóga, slökun og hugleiðslu. Umræður eru í lok hvers tíma og fá þátttakendur verkefni og fróðleik sem á við hverja orkustöð fyrir sig. Í lok námskeiðsins ætti hver og einn að finna bæði líkamlegan og andlegan mun á sér, vera orðinn fróðari um hentugar aðferðir til að halda hverri orkustöð í jafnvægi, hafa tileinkað sér jákvæðara hugarfar og lært góðar æfingar til að öðlast betra líf.

Næstu námskeið

Kópavogur

1.okt-19.nóv
Kl. 20:30 – 22:00 (mánud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð

Kennari: Elfa Ýr

Verð: 35.500 kr

Skráning

Við bjóðum upp á að nýta frístundarstyrk fyrir námskeið Hugarfrelsis og tökum þess vegna á móti öllum skráningum í gegnum kerfi Nóra. Skráningarhnappur færir þig inn á síðu kerfisins þar sem þú getur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. SKRÁNING FYRIR VOR HEFST 15.NÓV.

Fleiri námskeið

„Mjög fróðlegt og hvetjandi námskeið – gefur manni góðar hugmyndir til að nota með börnum og fjölskyldu, einnig fyrir mann sjálfan. Notalegt og heimilislegt andrúmsloft. Dásamlegar hugleiðsluæfingar og endurnærandi slökun.“

– Ástríður Guðmundsdóttir