Námskeið
hjá Hugarfrelsi

Námskeið Hugarfrelsis kenna börnum, unglingum og fullorðnum einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd sína og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Í hverjum tíma er fræðsla og unnin verkefni sem tengjast henni. Að því loknu er leidd öndunaræfing, slökun og hugleiðsla.

Hugleiðslutæknin sem Hugarfrelsi notar eru hugleiðslusögur sem eru mjög myndrænar og henta vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að kynnast eigin huga.

„Við sjáum miklar breytingar á syni okkar sem fyrir námskeið gat ekki nefnt einn styrkleika um sjálfan sig. Þúsund þakkir fyrir að færa mér bros og ljós í augu sonar míns,  ég var farin að sakna þess að sjá hann glaðan.“

– Kristín Ómarsdóttir

fyrir börn

Kátir krakkar (7-9 ára)
Sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla fyrir 7-9 ára.

Á námskeiðinu læra krakkarnir aðferðir Hugarfrelsis sem miða allar að því að efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun með því að nota sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu. Foreldrar þátttakenda fá fræðslu í aðferðum Hugarfrelsis í fyrsta tíma námskeiðsins til að geta stutt hvern og einn meðan á námskeiðinu stendur. Fyrsti tími námskeiðsins er því eingöngu ætlaður foreldrum.

Námskeiðið er ætlað börnum í 2. – 4. bekk grunnskóla.

Á námskeiðinu verða krakkarnir betri í að:

 • Læra á hugsanir sínar og tilfinningar
 • Sjá styrkleika sína og efla þá
 • Styrkja sjálfsmynd sína og greina neikvætt áreiti
 • Elta drauma sína
 • Vera góður vinur
 • Draga úr kvíða og líða betur í eigin skinni
 • Nota öndun, jóga, slökun og hugleiðslu

Í hverjum tíma er fræðsla og unnin verkefni sem tengjast henni. Að því loknu eru gerðar nokkrar jógaæfingar og síðan leidd öndun, slökun og hugleiðslusaga en þær efla einbeitingu og virkja ímyndunaraflið. Hugleiðslusögur henta afskaplega vel börnum og byrjendum.

Bókin Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga er innifalin í verði.

Næstu námskeið:

Kópavogur 

12.sept-21.nóv
Kl.16:15–17:15 (miðvikud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð.

Kennari: Hrafnhildur

Hafnarfjörður 

15.sept-24.nóv
Kl.10:00–11:00 (laugard.)
Helluhrauni 16-18

Kennari: Helga

Reykjavík 

12.sept-21.nóv
Kl. 16:15-17:15 (miðvikud.)
Oddsson Yoga, Hringbraut 121

Kennari: Rakel

Akranes

11.sept-20.nóv
Kl.16:45-17:45 (þriðjud.)
Íþróttahúsinu við Vestugötu

Kennari: Hildur Karen

Akureyri

13.sept-22.nóv
Kl.16:30–17:30 (fimmtud.)
Orkulundur, Kaupangi

Kennari: Rósa Mjöll

Vestmannaeyjar

13.sept-22.nóv
Kl.14:00–15:00 (fimmtud.)
Friðarbóli

Kennari: Katrín

Mosfellsbær

10.sept-19.nóv
Kl.16:15–17:15 (mánud.)
Kærleikssetrið

Kennari: Eva Rún Þorgeirsdóttir

Verð: 35.500 kr (10% systkinaafsláttur)

Kátir krakkar (10-12 ára)
Sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla fyrir 10-12 ára. 

Á námskeiðinu læra krakkarnir aðferðir Hugarfrelsis sem miða allar að því að efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun með því að nota sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu. Foreldrar þátttakenda fá fræðslu í aðferðum Hugarfrelsis í fyrsta tíma námskeiðsins til að geta stutt hvern og einn meðan á námskeiðinu stendur. Fyrsti tími námskeiðsins er því eingöngu ætlaður foreldrum.

Námskeiðið er ætlað börnum í 5. – 7. bekk grunnskóla.

Á námskeiðinu verða krakkarnir betri í að:

 • Læra á hugsanir sínar og tilfinningar
 • Sjá styrkleika sína og efla þá
 • Styrkja sjálfsmynd sína og greina neikvætt áreiti
 • Elta drauma sína
 • Vera góður vinur
 • Draga úr kvíða og líða betur í eigin skinni
 • Nota öndun, slökun og hugleiðslu

Í hverjum tíma er fræðsla og unnin verkefni sem tengjast henni. Að því loknu eru gerðar nokkrar jógaæfingar og síðan leidd öndun, slökun og hugleiðslusaga en þær efla einbeitingu og virkja ímyndunaraflið. Hugleiðslusögur henta afskaplega vel börnum og byrjendum.

Bókin Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga er innifalin í verði.

Næstu námskeið:

Kópavogur

12.sept-21.nóv
Kl.17:15–18:15 (miðvikud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð.

Kennari: Hrafnhildur

Hafnarfjörður

15.sept-24.nóv
Kl.11:00–12:00 (laugard.)
Helluhrauni 16-18

Kennari: Helga

Reykjavík

12.sept-21.nóv
Kl. 17:30-18:30 (miðvikud.)
Oddsson Yoga, Hringbraut 121

Kennari: Rakel

Akranes

11.sept-20.nóv
Kl. 15:45-16:45 (þriðjud.)
Íþróttahúsinu við Vesturgötu

Kennari: Hildur Karen

Akureyri

13.sept-22.nóv
Kl.17:45–18:45 (fimmtud.)
Orkulundur, Kaupangi

Kennari: Rósa Mjöll

Vestmannaeyjar

13.sept-22.nóv
Kl.15:15–16:15 (fimmtud.)
Friðarbóli

Kennari: Katrín

Mosfellsbær

10.sept-19.nóv
Kl.15:15–16:15 (mánud.)
Kærleikssetrið

Kennari: Eva Rún Þorgeirsdóttir

Verð: 35.500 kr (10% systkinaafsláttur)

„Námskeiðið var frábært. Það hjálpaði mér mikið. Ég lærði að anda djúpt og slaka betur á þegar ég verð kvíðin. Ég lærði líka að hugsa meira jákvætt.“

– Ása Katrín Jónsdóttir

fyrir ungt fólk

Kvíða- og sjálfsstyrkingarnámskeið (13 -16 ára)
Kvíða- og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga. 

Námskeiðið kennir unglingum einfaldar og öflugar aðferðir til að takast á við kvíða og áreiti þannig að þeir geti verið besta útgáfan af sér, með sterka sjálfsmynd, lífsglaðir og hamingjusamir. Námskeiðið er byggt að hugrænni atferlismeðferð og aðferðum Hugarfrelsis en þær eru öndun, slökun og hugleiðsla.  Foreldrar þátttakenda fá fræðslu áður en námskeiðið hefst til að geta stutt hvern og einn meðan á námskeiðinu stendur. Í foreldrafræðslunni verður farið yfir einkenni kvíða, birtingarmynd hans og hvað viðheldur honum hjá unglingum ásamt einföldum aðferðum til að draga úr kvíða og auka vellíðan.

Námskeiðið er ætlað nemendum í 8. – 10. bekk grunnskóla.

Á námskeiðinu er þátttakendum kennt að:

 • Þekkja einkenni/ástæður kvíða og draga úr honum
 • Þekkja betur huga sinn
 • Efla jákvæða hugsun
 • Þekkja styrkleika sína og styrkja sjálfsmyndina
 • Setja sér markmið og elta drauma sína
 • Bæta einbeitinguna og eiga betri samskipti
 • Nota öndun, slökun og hugleiðslu

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Paolu Cardenas, sálfræðing og fjölskylduþerapista hjá Barnahúsi. Paola hefur m.a. starfað á barna- og unglingageðdeild Landsspítalans og sem yfirsálfræðingur barna- og unglingateymis hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þátttakendur fylla út sjálfsmatskvarða í byrjun og lok námskeiðs. Sjálfsmatskvarðanum er ætlað að skoða ýmsa þætti sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga á aldrinum 7-18 ára.

Öflugt námskeið fyrir unglinga sem vilja verða besta útgáfan af sér.

Næstu námskeið

Kópavogur

11.sept – 20.nóv
Kl. 17:30 – 19:00 (þriðjud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð

Kennarar: Unnur og Paola

Verð: 64.500 kr (10 % systkinaafsláttur)

Sjálfsstyrkingarnámskeiðið Vertu þú (16 ára og eldri)
Viltu vera besta útgáfan af þér? Viltu læra að standa með sjálfri/um þér?

Námskeiðið VERTU ÞÚ er sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungt fólk á framhalds- og háskólaskóla aldri (16-25 ára). Þar eru kenndar aðferðir til þess að efla þig og styrkja. Aðferðirnar hjálpa þér að takast á við áreiti, mótlæti, hindranir, samanburð, kvíða, samfélagsmiðlana ofl. þannig að þú náir að verða besta útgáfan af þér og blómstra í lífinu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar
 • Hvernig virkja má hæfileika svo þeir geti orðið að styrkleikum
 • Áhrif hugsana á líðan og hegðun
 • Jákvæða og neikvæða leiðtoga
 • Mikilvægi þess að eiga sér drauma
 • Að setja sér markmið
 • Lífsgildin þín og hvað þú vilt að einkenni líf þitt
 • Öndun, slökun og hugleiðslu

Í hverjum tíma er fróðleikur og unnin verkefni sem tengjast honum. Að þeim loknum er leidd öndun, slökun og hugleiðsla sem hjálpa þér að vera í núvitund. Hugleiðslan er í söguformi, svokallaðar hugleiðslusögur, en þær henta vel þeim sem ekki eru vanir að hugleiða.

Markmið námskeiðsins er að þú lærir að nota hentugar aðferðir til að öðlast styrk til að standa með sjálfri/um þér og leyfa þér að blómstra sem einstaklingur og njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

Næstu námskeið

Kópavogur

18.sept-6.nóv
Kl. 19:30 – 20:30 (miðvikud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð

Kennari: Unnur

Verð: 22.500 (10% systkinaafsláttur)

„Mjög fróðlegt og hvetjandi námskeið – gefur manni góðar hugmyndir til að nota með börnum og fjölskyldu, einnig fyrir mann sjálfan. Notalegt og heimilislegt andrúmsloft. Dásamlegar hugleiðsluæfingar og endurnærandi slökun.“

– Ástríður Guðmundsdóttir

fyrir fullorðna

Ókeypis foreldranámskeið 3. september 2018
Hugarfrelsi endurtekur leikinn og býður í annað sinn foreldrum barna og unglinga á ókeypis foreldranámskeið.

Hér er um stutt og hnitmiðað námskeið að ræða. Hraði og áreiti einkennir samfélag okkar í dag og eiga börn og unglingar oft á tíðum erfitt með að vera besta útgáfan af sér. Gríðarlegur tími fer í notkun á snjalltækjum sem ýtir undir samanburð og neikvæða sjálfsmynd. Mikilvægt er að börn og unglingar kunni að nýta sér einfaldar aðferðir til að staldra við, slaka á og njóta augnabliksins.

Á námskeiðinu verður farið yfir:
1. Hvernig hægt er að leiðbeina börnum í að velja jákvæðni umfram neikvæðni.
2. Hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að efla sjálfsmynd sína og styrkleika.
3. Einfaldar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar sem auka vellíðan, efla einbeitingu, hugarró og draga úr kvíða.
4. Einfaldar leiðir til að hjálpa barninu þínu til að sofna.

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að hafa í höndum verkfæri til að nýta í uppeldinu svo börn þeirra nái að blómstra og finni aukna hugarró.

Ef þú vilt efla þig sem foreldri og læra einfaldar aðferðir sem þú getur nýtt í uppeldinu þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig!

Skráning á hugarfrelsi@hugarfrelsi.is – takmarkaður sætafjöldi

Kópavogur

3. septemer

Kl. 20:00 – 22:00 (mánudagur)

ÍSÍ húsið Engjavegi 6,
104 Reykjavík

Kennarar: Hrafnhildur og Unnur

Fyrirmyndar foreldri - árangursríkar uppeldisaðferðir
Viltu efla þig sem uppalanda? Á barnið þitt erfitt með að sofna? Er kvíði að hamla barninu þínu? Þarf að efla sjálfsmynd barnsins þíns? Eru snjalltækin að hafa áhrif á gæðastundir fjölskyldunnar?

Hér er um stutt og hnitmiðað násmkeið að ræða. Á námskeiðinu verða aðferðir Hugarfrelsis kynntar en þær nýtast i uppeldinu til að efla börn og unglinga á margvíslegan hátt. Hraði og áreiti einkennir samfélag okkar í dag og eiga börn og unglingar oft á tíðum erfitt með að vera besta útgáfan af sér. Gríðarlegur tími fer í notkun á snjalltækjum sem ýtir undir samanburð og neikvæða sjálfsmynd. Mikilvægt er að börn og unglingar kunni að nýta sér einfaldar aðferðir til að staldra við, slaka á og njóta augnabliksins.

Fjallað verður m.a. um mikilvægi jákvæðrar hugsunar, leiðir til að efla sjálfsmyndina og styrkleika. Kenndar verða einfaldar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar sem auka vellíðan, efla einbeitingu, hugarró og draga úr kvíða.

Námskeiðið byggir á fyrirlestri, umræðum og æfingum. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að hafa í höndum verkfæri til að nýta í uppeldinu svo börn þeirra nái að blómstra og finni aukna hugarró.

Ávinningur þinn:

 • Þekking á aðferðum til að efla þig sem uppalenda
 • Lærir að nota öndun, slökun og hugleiðslu til að efla sjálfsmyndina, auka vellíðan og draga úr kvíða
 • Betri samskipti
 • Aukið jafnvægi og hugarró
 • Jákvæðari hugsun
 • Betri einbeiting
 • Fleiri gæðastundir

Ef þú vilt efla þig sem foreldri og læra einfaldar aðferðir sem þú getur nýtt í uppeldinu þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig!

Innifalið í verði er bókin Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar.

Næsta námskeið:

Kópavogur

10.okt
Kl. 19:30 – 22:00 (þriðjud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð

Kennarar: Hrafnhildur og Unnur

Verð: 14.900 kr

Djúpslökun og hugleiðsla
Markmið námskeiðsins er að hver og einn nái djúpri slökun og vindi af sér streitu hversdagsins. Gerðar eru liðkandi æfingar með áherslu á öndun og síðan er leidd endurnærandi djúpslökun (Yoga Nidra) og friðsæl hugleiðsla.

 

Öndunar- og slökunartæknin sem kennd er hentar vel til að yfirfæra á daglegt líf til að öðlast betri stjórn á óvæntum aðstæðum, takast á við streitu og annað áreiti sem hver og einn þarf að takast á við dag hvern.

 

Hugleiðslutæknin sem notast er við eru hugleiðslusögur. Þær eru mjög myndrænar og henta því afskaplega vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref.

 

Með hjálp hugleiðslunnar er hægt að efla jákvæðni, gleði, einbeitingu og sköpunarkraft en að auki er hægt að nýta hana til að losna m.a. undan ótta, kvíða, neikvæðni og reiði.

 

Næstu námskeið

 

Kópavogur

24.sept-26.nóv
Kl. 19:30 – 20:20 (mánud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð

Kennari: Elfa Ýr

 

Verð: 18.000 kr

 

 

Orkustöðvajafnvægi
Námskeið fyrir alla þá sem vilja bæta líf sitt, öðlast jafnvægi og hugarró. Um er að ræða 8 vikna heilsteypt ferli þar sem hver orkustöð líkamans er tekin fyrir. Lögð er áhersla á að byggja upp bæði líkamlegt og andlegt jafnvægi. Hagnýtar aðferðir eru kenndar til að öðlast betri jarðtengingu, efla líkamlega orku, koma jafnvægi á tilfinningar, tjáningu og sköpun, efla vitsmuni, innsæi og andlega tengingu.

Hver tími byggist upp á hálftíma fyrirlestri sem tengist orkustöðinni sem tekin er fyrir í tímanum. Fróðleikur um hvaða tilfinningar tengjast hverri orkustöð, hvaða líffæri tengjast inn á orkustöðina, hvaða matur er heppilegur til að auka flæði og jafnvægi orkustöðvarinnar og farið er í aðrar aðferðir sem henta vel til að halda orkustöðinni virkri s.s. með notkun blómadropa, kjarnaolía, líkamsæfinga og heilunar.

Í hverjum tíma eru æfingar sem byggja á djúpöndun, jóga, slökun og hugleiðslu. Umræður eru í lok hvers tíma og fá þátttakendur verkefni og fróðleik sem á við hverja orkustöð fyrir sig. Í lok námskeiðsins ætti hver og einn að finna bæði líkamlegan og andlegan mun á sér, vera orðinn fróðari um hentugar aðferðir til að halda hverri orkustöð í jafnvægi, hafa tileinkað sér jákvæðara hugarfar og lært góðar æfingar til að öðlast betra líf.

Næstu námskeið

Kópavogur

1.okt-19.nóv
Kl. 20:30 – 22:00 (mánud.)
Víkurhvarfi 1, 2. hæð

Kennari: Elfa Ýr

Verð: 35.500 kr

„Frábært námskeið, vel uppsett og ótrúlega einföld og góð verkfæri sem ég hef fengið með mér út í lífið. Ég hef öðlast meiri hæfni til að nota þessar aðferðir í minni vinnu. Bækurnar eru snilld.“

– Katrín Elly Björnsdóttir

fyrir fagfólk

Reykjavík
Viltu auka einbeitingu, draga úr kvíða og efla sjálfsmynd nemenda/skjólstæðinga þinna?

Sérsniðið námskeið fyrir fagfólk, kennara, náms- og starfsráðgjafa, umönnunaraðila, starfsfólk frístundaheimila o.fl. til að efla nemendur/skjólstæðinga sína. Námskeiðið er byggt á bókunum Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga og Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar.

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir Hugarfrelsis; sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla. Farið er yfir hvernig nota má þessar aðferðir með nemendum í hefðbundinni kennslu eða einstaklingsráðgjöf. Aðferðirnar miða að því að efla einbeitingu, styrkleika, sjálfsmynd, draga úr kvíða og auka kyrrð og ró nemenda/skjólstæðinga.

Námskeiðið samanstendur af 3 skiptum, þremur klukkustundum í senn. Á milli tímanna prófa þátttakendur aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir.

Mikilvægt er að allir þeir sem vinna með börnum, unglingum og ungu fólki kunni einfaldar aðferðir til að hjálpa þeim að takast á við áreitið sem fylgir snjalltækjum, hraðann í samfélaginu, vanlíðan, samanburð, fullkomnunaráráttu og kvíða svo þau eigi auðveldara með að vera besta útgáfan af sér.

Tilvalið námskeið fyrir alla þá sem vilja efla sig í starfi og skjólstæðinga sína.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru bækurnar Hugarfrelsi – kennsluleiðbeiningarnar og handbókin Hugarfrelsi – Aðferðir til að styrkja börn og unglinga.

Næstu námskeið

Reykjavík

17.sept, 22.okt og 14.jan
Kl. 15:00 – 18:00 (mánud.)
ÍSÍ húsið Engjavegi 6
104 Reykjavík

Kennarar: Hrafnhildur og Unnur

Verð: 46.500 kr

Hægt er að nýta sjóði stéttarfélaga til að greiða fyrir námskeiðið.

Vestmannaeyjar
Viltu auka einbeitingu, draga úr kvíða og efla sjálfsmynd nemenda/skjólstæðinga þinna?

Sérsniðið námskeið fyrir fagfólk, kennara, náms- og starfsráðgjafa, umönnunaraðila, starfsfólk frístundaheimila o.fl. til að efla nemendur/skjólstæðinga sína. Námskeiðið er byggt á bókunum Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga og Hugarfrelsi – Kennsluleiðbeiningar.

Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir Hugarfrelsis; sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla. Farið er yfir hvernig nota má þessar aðferðir með nemendum í hefðbundinni kennslu eða einstaklingsráðgjöf. Aðferðirnar miða að því að efla einbeitingu, styrkleika, sjálfsmynd, draga úr kvíða og auka kyrrð og ró nemenda/skjólstæðinga.

Námskeiðið samanstendur af 3 skiptum, þremur klukkustundum í senn. Á milli tímanna prófa þátttakendur aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir.

Mikilvægt er að allir þeir sem vinna með börnum, unglingum og ungu fólki kunni einfaldar aðferðir til að hjálpa þeim að takast á við áreitið sem fylgir snjalltækjum, hraðann í samfélaginu, vanlíðan, samanburð, fullkomnunaráráttu og kvíða svo þau eigi auðveldara með að vera besta útgáfan af sér.

Tilvalið námskeið fyrir alla þá sem vilja efla sig í starfi og skjólstæðinga sína.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru bækurnar Hugarfrelsi – kennsluleiðbeiningarnar og handbókin Hugarfrelsi – Aðferðir til að styrkja börn og unglinga.

Næstu námskeið

Vestmannaeyjar

9. og 10. febrúar

Kl. 15:00 – 18:00/10:00-16:00

Grunnskóli Vestmannaeyja

Kennarar: Hrafnhildur og Unnur

Verð: 46.500 kr

Hægt er að nýta sjóði stéttarfélaga til að greiða fyrir námskeiðið.

„Ég hef notað aðferðir Hugarfrelsis bæði í kennslustundum, sem og heima fyrir. Árangurinn er stórkostlegur. Ein bestu meðmælin eru líklega þau að börnin biðja um hugleiðslu aftur og aftur“

– Harpa Hjartardóttir grunnskólakennari

Kennarar

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Menntun Hrafnhildar er margþætt en hún er með grunnskólakennarapróf frá KHÍ og með 8. stig í ljóða- og óperusöng frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig hefur hún lokið námi sem Stott Pilates, Hatha Yoga og Yoga Nidra kennari. Hrafnhildur hefur sótt nám í náttúrulækningum hjá Heilsumeistaraskólanum.

Hrafnhildur rak heilsuræktina Jafnvægi í Garðabæ í 10 ár og bauð jafnhliða upp á tónlistarnámskeiðið Með á nótunum sem ætlað var 1-5 ára börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki leikskóla. Auka bóka Hugarfrelsis er Hrafnhildur höfundur bókanna Með á nótunum, Með á nótunum 2 og Stafirnir. Hrafnhildur er gift 5 barna móðir.

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Unnur er menntaður viðskiptafræðingur frá HÍ. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem hún stóð fyrir ráðstefnum og hádegisverðarfundum um árabil. Hún starfaði sem deildarsérfræðingur í árangursstjórnun hjá Fjármálaráðuneytinu en það starf fólst m.a. í kennslu og fyrirlestrum. Einnig skipulagði hún og sá um framkvæmd nokkurra leiðtoganámskeiða fyrir konur í Kópavogi.

Unnur er að auki menntaður Yoga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institute. Hún sat í leikskólanefnd Kópavogsbæjar í 5 ár þar sem hún kom m.a. að stefnumótun leikskólamála í Kópavogi, hönnun leikskólahúsnæðis, og endurmenntun stjórnenda og starfsmanna leikskóla. Unnur er gift 3ja barna móðir.

Elfa Ýr Gylfadóttir

Elfa Ýr Gylfadóttir

Elfa Ýr er jógakennari að mennt og haldið námskeið og flutt erindi um andleg fræði á undanförnum árum. Elfa Ýr gegnir starfi framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hún hefur skrifað fjölda fræðilegra greina og haldið fyrirlestra um fjölmiðlamál bæði hér á landi og erlendis. Elfa Ýr er gift 2ja barna móðir.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

Hildur Karen er menntaður grunnskólakennari. Hún starfaði sem umsjónarkennari við Grundaskóla á Akranesi í 16 ár og kom þar að ýmsum verkefnum m.a. hreyfistund og vinaliðaverkefni. Hún hefur einnig komið að gerð námsefnis fyrir grunn- og leikskóla sem tengist m.a. hreyfingu, slökun og jóga. Hildur Karen hefur kennt ýmis konar sundnámskeið m.a. ungbarnasund, sundnámskeið, samflot og slökun í vatni. Hildur Karen starfar nú sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness. Hún er gift 4ra barna móðir.
Helga Helgadóttir

Helga Helgadóttir

Helga er menntaður grunnskólakennari. Hún hefur unnið með börnum síðustu 20 árin bæði á leik- og grunnskólastigi, sem stuðningsfulltrúi, leiðbeinandi og umsjónarkennari. Síðustu 7 árin hefur hún aðallega sinnt umsjónarkennslu á yngsta stigi. Einnig hefur hún sótt fjölda námskeiða og fyrirlestra sem tengjast börnum og ungmennum. Helga er gift 3ja barna móðir og amma.
Katrín Harðardóttir

Katrín Harðardóttir

Katrín er menntaður íþróttafræðingur, ÍAK einkaþjálfari og jógakennari. Hún hefur starfað við íþróttakennslu í grunnskóla í 16 ár og kennir hún nú íþróttir við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Einnig er hún eigandi af STYRK HÓP- & EINKAÞJÁLFUN þar sem hún býður upp á vatnsleikfimi, kvennaleikfimi og jóga, ásamt einkaþjálfun. Katrín er gift 3ja barna móðir.
Rakel Dísella Magnúsdóttir

Rakel Dísella Magnúsdóttir

Rakel lauk jógakennaranám frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2016 og hefur hún einnig lokið námi í djúpslökun (Yoga Nidra) og krakkajóga. Rakel hefur kennt jóga víða og starfar nú sem jógakennari hjá Hjallastefnunni. Rakel er húsmæðraskólagengin og einnig bókari, vélvirki og umhverfis- og orkufræðingur að mennt.
Rósa Mjöll Heimisdóttir

Rósa Mjöll Heimisdóttir

Rósa Mjöll er menntaður leik- og grunnskólakennari ásamt því að vera með diplómanám í sérkennslufræðum. Hún hefur starfað í leik- og grunnskólum á Akureyri síðan 1994. Einnig hefur hún sótt fjölda námskeiða og ráðstefna sem tengjast börnum og ungmennum. Rósa Mjöll er gift 4ra barna móðir.
Paola Cardenas

Paola Cardenas

Paola Cardenas sálfræðingur er með sérhæfða þjálfun í viðtalstækni (Forensic Interviewing) og í notkun áfallamiðaðrar hugrænnar atferlismeðferðar (TF CBT). Í dag starfar Paola sem sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi þar sem hún vinnur með börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra. Áður vann Paola hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem yfirsálfræðingur teymis sem sinnir börnum og unglingum. Hún hefur einnig starfað á barna og unglingageðdeild Landspítalans og hjá Rauða kross Íslands.
Kristín Berta Guðnadóttir

Kristín Berta Guðnadóttir

Kristín Berta Guðnadóttir er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og yogakennari. Hún hefur unnið með börnum, unglingum og fullorðnum í gegnum erfiðleika, áföll og persónulegan þroska á sviði barnaverndar, heilbrigðis-og félagsþjónustu um margra ára skeið. Hún starfar í dag sem meðferðaraðili í Barnahúsi þar sem hún vinnur með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Kristín Berta hefur hlotið sérhæfða þjálfun í notkun áfallamiðaðrar hugrænnar atferlismeðferðar (TF CBT) auk þess sem hún hefur lokið stigi 1 og 2 í EMDR áfallameðferð.

Skráning á námskeið

[ninja_form id=7]