Hvað er
Hugarfrelsi?

Hugarfrelsi stendur fyrir ýmis konar fræðslu, námskeiðum og fyrirlestrum þar sem börnum, unglingum, fullorðnum og fagfólki er kennt að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan.

Með Hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns.

„Takk fyrir að hjálpa mér að finna gleði, að vera jákvæð og góð vinkona. Takk fyrir að hjálpa mér að slaka á.“

Námskeið
hjá Hugarfrelsi

Námskeið Hugarfrelsis kenna börnum, unglingum og fullorðnum einfaldar aðferðir að efla sjálfsmynd sína og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Í hverjum tíma eru gerðar einfaldar öndunaræfingar, jóga, slökun og hugleiðsla ásamt fræðslu og verkefnum til að efla einstaklinginn og sjálfsmynd hans.

Hugleiðslutæknin sem Hugarfrelsi notar eru hugleiðslusögur sem eru mjög myndrænar og henta vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að kynnast eigin huga.

„Það kom mér mest á óvart hvað það er ótrúlega mikilvægt að þekkja styrkleika sína.“

Fyrirlestrar
og fræðsla

Hugarfrelsi heldur fyrirlestra fyrir starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsfólk fyrirtækja og stofnana um land allt. Auk þess heldur Hugarfrelsi fyrirlestra fyrir foreldrafélög um gagnlegar aðferðir sem nýtast í uppeldi barna.

Fyrirlestrarnir byggja á bókum Hugarfrelsis og fjalla um áhrifaríkar aðferðir til að bæta líkamlega og andlega líðan í leik og starfi.

Viltu fá okkur í heimsókn eða kynna þér betur fyrirlestrana okkar?

„Markmið mín eru nú skýrari en áður og ég finn sterkari löngun til að elta draumana mína.“

Kennarar

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Menntun Hrafnhildar er margþætt en hún er með grunnskólakennarapróf frá KHÍ og með 8. stig í ljóða- og óperusöng frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig hefur hún lokið námi sem Stott Pilates, Hatha Yoga og Yoga Nidra kennari. Hrafnhildur hefur sótt nám í náttúrulækningum hjá Heilsumeistaraskólanum.

Hrafnhildur rak heilsuræktina Jafnvægi í Garðabæ í 10 ár og bauð jafnhliða upp á tónlistarnámskeiðið Með á nótunum sem ætlað var 1-5 ára börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki leikskóla. Auka bóka Hugarfrelsis er Hrafnhildur höfundur bókanna Með á nótunum, Með á nótunum 2 og Stafirnir. Hrafnhildur er gift 5 barna móðir.

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur Arna Jónsdóttir

Unnur er stofnandi og eigandi Hugarfrelsis. Unnur er menntaður viðskiptafræðingur frá HÍ. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem hún stóð fyrir ráðstefnum og hádegisverðarfundum um árabil. Hún starfaði sem deildarsérfræðingur í árangursstjórnun hjá Fjármálaráðuneytinu en það starf fólst m.a. í kennslu og fyrirlestrum. Einnig skipulagði hún og sá um framkvæmd nokkurra leiðtoganámskeiða fyrir konur í Kópavogi.

Unnur er að auki menntaður Yoga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institute. Hún sat í leikskólanefnd Kópavogsbæjar í 5 ár þar sem hún kom m.a. að stefnumótun leikskólamála í Kópavogi, hönnun leikskólahúsnæðis, og endurmenntun stjórnenda og starfsmanna leikskóla. Unnur er gift 3ja barna móðir.

Elfa Ýr Gylfadóttir

Elfa Ýr Gylfadóttir

Elfa Ýr er jógakennari að mennt og haldið námskeið og flutt erindi um andleg fræði á undanförnum árum. Elfa Ýr gegnir starfi framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hún hefur skrifað fjölda fræðilegra greina og haldið fyrirlestra um fjölmiðlamál bæði hér á landi og erlendis. Elfa Ýr er gift 2ja barna móðir.

 

 

 

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

Hildur Karen er menntaður grunnskólakennari. Hún starfaði sem umsjónarkennari við Grundaskóla á Akranesi í 16 ár og kom þar að ýmsum verkefnum m.a. hreyfistund og vinaliðaverkefni. Hún hefur einnig komið að gerð námsefnis fyrir grunn- og leikskóla sem tengist m.a. hreyfingu, slökun og jóga. Hildur Karen hefur kennt ýmis konar sundnámskeið m.a. ungbarnasund, sundnámskeið, samflot og slökun í vatni. Hildur Karen starfar nú sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness. Hún er gift 4ra barna móðir.

Iðunn Kjartansdóttir

Iðunn Kjartansdóttir

Iðunn er menntaður grunnskólakennari og náms- og starfsráðgjafi. Hún hefur síðast liðin 20 ár komið að kennslu, verkefnisstjórn og þróunarvinnu fyrir börn, ungt fólk og fullorðna. Iðunn hefur sérstaklega einblínt á styrkleika og áhugasvið einstaklinga ásamt því að aðstoða fólk við að taka næstu skref í sjálfskoðun og menntun. Iðunn er gift 3ja barna móðir.

Rakel Dísella Magnúsdóttir

Rakel Dísella Magnúsdóttir

Rakel lauk jógakennaranám frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar árið 2016 og hefur hún einnig lokið námi í djúpslökun (Yoga Nidra) og krakkajóga. Rakel hefur kennt jóga víða og starfar nú sem jógakennari hjá Hjallastefnunni. Rakel er húsmæðraskólagengin og einnig bókari, vélvirki og umhverfis- og orkufræðingur að mennt.

Rósa Mjöll Heimisdóttir

Rósa Mjöll Heimisdóttir

Rósa Mjöll er menntaður leik- og grunnskólakennari ásamt því að vera með diplómanám í sérkennslufræðum. Hún hefur starfað í leik- og grunnskólum á Akureyri síðan 1994. Einnig hefur hún sótt fjölda námskeiða og ráðstefna sem tengjast börnum og ungmennum. Rósa Mjöll er gift 4ra barna móðir.

Paola Cardenas

Paola Cardenas

Paola Cardenas sálfræðingur er með sérhæfða þjálfun í viðtalstækni (Forensic Interviewing) og í notkun áfallamiðaðrar hugrænnar atferlismeðferðar (TF CBT). Í dag starfar Paola sem sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi þar sem hún vinnur með börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra. Áður vann Paola hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem yfirsálfræðingur teymis sem sinnir börnum og unglingum. Hún hefur einnig starfað á barna og unglingageðdeild Landspítalans og hjá Rauða kross Íslands.